Sauðkrækingar þutu inn á völlinn (myndskeið)

Sauðkrækingar þutu inn á völlinn (myndskeið)

Tilfinningarnar báru stuðningsmenn Tindastóls ofurliði þegar liðið tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik karla á Hlíðarenda í kvöld.

Sauðkrækingar þutu inn á völlinn (myndskeið)

Úrslitaeinvígi Vals og Tindastóls | 18. maí 2023

Tilfinningarnar báru stuðningsmenn Tindastóls ofurliði þegar liðið tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik karla á Hlíðarenda í kvöld.

Tilfinningarnar báru stuðningsmenn Tindastóls ofurliði þegar liðið tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik karla á Hlíðarenda í kvöld.

Tindastóll vann nauman sigur gegn Val, 81:80, í oddaleik liðanna á Hlíðarenda og Tindastóll vann því einvígið 3:2.

Liðin mættust einnig í úrslitum síðasta árs og þá voru það Valsmenn sem fögnuðu sigri, 3:2, eftir oddaleik á Hlíðarenda.

Stuðningsmenn Tindastóls þutu inn á völlinn þegar lokaflautið gall og hlupu beint í fangið á leikmönnum liðsins sem áttu erfitt með að halda aftur af tilfinningum sínum.

Það varð allt vitlaust þegar lokaflautið gall á Hlíðarenda.
Það varð allt vitlaust þegar lokaflautið gall á Hlíðarenda. mbl.is/Óttar Geirsson
mbl.is