Veit ekki hvernig við fögnum en við fögnum vel

Veit ekki hvernig við fögnum en við fögnum vel

„Tilfinningin er óraunveruleg,“ sagði kampakátur Taiwo Badmus, leikmaður Tindastóls, í samtali við mbl.is eftir að hann varð Íslandsmeistari í körfubolta með Tindastóli.

Veit ekki hvernig við fögnum en við fögnum vel

Úrslitaeinvígi Vals og Tindastóls | 18. maí 2023

Taiwo Badmus tekur við Íslandsmeistarabikarnum.
Taiwo Badmus tekur við Íslandsmeistarabikarnum. mbl.is/Óttar

„Tilfinningin er óraunveruleg,“ sagði kampakátur Taiwo Badmus, leikmaður Tindastóls, í samtali við mbl.is eftir að hann varð Íslandsmeistari í körfubolta með Tindastóli.

„Tilfinningin er óraunveruleg,“ sagði kampakátur Taiwo Badmus, leikmaður Tindastóls, í samtali við mbl.is eftir að hann varð Íslandsmeistari í körfubolta með Tindastóli.

Badmus skoraði tólf stig og tók tíu fráköst í 82:81-útisigri á Val í oddaleik í kvöld og var vel fagnað í leikslok.

„Það hafa verið hæðir og lægðir þetta tímabil. Við fórum inn í þetta tímabil með það að markmiði að vinna. Á köflum vorum við víðsfjarri því. Við gáfumst ekki upp, lögðum mikið á okkur, komumst í úrslit og skildum allt eftir á gólfinu í kvöld,“ sagði írski landsliðsmaðurinn og hélt áfram.

Taiwo Badmus fagnar með Keyshawn Woods í leikslok.
Taiwo Badmus fagnar með Keyshawn Woods í leikslok. mbl.is/Óttar Geirsson

„Ég er svo stoltur af þessu afreki og þessu liði. Við gerðum þetta fyrir Sauðárkrók og Tindastól. Við förum aftur á Sauðárkrók og við fögnum þessu vel. Ég veit ekki hvernig við fögnum, en við fögnum þessu vel. Allur bærinn hefur beðið eftir þessu. Loksins kom þetta,“ sagði Badmus.

Hann hafði litlar áhyggjur í blálokin þegar Keyshawn Woods fékk þrjú vítaskot, setti þau öll ofan í körfuna og tryggði Tindastóli sigurinn. „Ég vissi að þau færu öll ofan í. Ég hef mikla trú á Keyshawn. Hann leggur mikið á sig á hverjum degi og hann tryggði okkur þetta. Hann vann leikinn fyrir okkur.“

Eins og gefur að skilja voru fagnaðarlæti Skagfirðinga gríðarleg í leikslok og var Badmus truflaður oftar en einu sinni af hæstánægðum stuðningsmönnum Tindastóls á meðan á viðtalinu stóð.

„Þetta er ótrúlegt. Þessi stuðningsmenn hafa stutt okkur frá upphafi leiktíðar, í gegnum súrt og sætt. Ég elska þetta fólk,“ sagði Badmus.

Badmus ræðir við mbl.is eftir leik.
Badmus ræðir við mbl.is eftir leik. mbl.is/Óttar
mbl.is