Ráðherrann mætt á Ölver í fyrsta sinn

Ráðherrann mætt á Ölver í fyrsta sinn

„Ég er að fara á einn mest spennandi körfuboltaleik sem ég hef örugglega farið á,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra í samtali við mbl.is fyrir utan Ölver í Reykjavík í dag.

Ráðherrann mætt á Ölver í fyrsta sinn

Úrslitaeinvígi Vals og Tindastóls | 18. maí 2023

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra á Hlíðarenda í …
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra á Hlíðarenda í kvöld. mbl.is/Óttar

„Ég er að fara á einn mest spennandi körfuboltaleik sem ég hef örugglega farið á,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra í samtali við mbl.is fyrir utan Ölver í Reykjavík í dag.

„Ég er að fara á einn mest spennandi körfuboltaleik sem ég hef örugglega farið á,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra í samtali við mbl.is fyrir utan Ölver í Reykjavík í dag.

„Ég er að mæta á Ölver í fyrsta sinn en ég er með góðan hóp með mér sem heldur annars vegar með Tindastóli og hins vegar með Val. Planið er því að stoppa aðeins hérna og rúlla svo í Fjósið á Hlíðarenda.

Ég er að sjálfsögðu þingmaður Reykvíkinga og af þeim sökum þá ber ég smá taugar til Vals en innst inni hef ég verið að berjast við það að vera Fylkismaður og KR-ingur en bý í Valshverfinu,“ sagði Áslaug Arna.

Úrslitaleikurinn í kvöld er fyrsti leikurinn sem ráðherrann mætir á í úrslitaeinvíginu.

„Ég er búin að horfa á alla leikina í sjónvarpinu og ég er mjög spennt að vera mætt á oddaleikinn sjálfan. Þetta verður fyrst og fremst frábær skemmtun,“ bætti ráðherrann við í samtali við mbl.is.

mbl.is