„Ég fékk bara tár í augun“

Á besta aldri | 24. ágúst 2023

„Ég fékk bara tár í augun“

Helga Thorberg, leikkona, garðyrkjufræðingur og lífskúnstner, átti óneitanlega eftirminnilega Menningarnótt. Helga heimsótti Ljósmyndasafn Reykjavíkur, eina af menningarstofnunum Reykjavíkurborgar, og sá þar ljósmynd sem lék á allan tilfinningaskalann. 

„Ég fékk bara tár í augun“

Á besta aldri | 24. ágúst 2023

Helga Thorberg ásamt Helgu Thorberg.
Helga Thorberg ásamt Helgu Thorberg. Ljósmynd/Helga Thorberg

Helga Thorberg, leikkona, garðyrkjufræðingur og lífskúnstner, átti óneitanlega eftirminnilega Menningarnótt. Helga heimsótti Ljósmyndasafn Reykjavíkur, eina af menningarstofnunum Reykjavíkurborgar, og sá þar ljósmynd sem lék á allan tilfinningaskalann. 

Helga Thorberg, leikkona, garðyrkjufræðingur og lífskúnstner, átti óneitanlega eftirminnilega Menningarnótt. Helga heimsótti Ljósmyndasafn Reykjavíkur, eina af menningarstofnunum Reykjavíkurborgar, og sá þar ljósmynd sem lék á allan tilfinningaskalann. 

Á sumarsýningu Ljósmyndasafns Reykjavíkur, Litapalletta tímans, eru litmyndir úr safnkosti frá tímabilinu 1950 til 1970, en á þeim árum fór litljósmyndun að festa rætur hér á landi. Á sýningunni rakst Helga á kunnuglegt andlit sem tók hana aftur til ljóma og ljúfra minninga æskuáranna. 

13 ára fyrirsæta 

Kolbrún Halldórsdóttir menningarviti og góðvinkona Helgu, var sú sem kom auga á ljósmyndina og sendi Helgu skemmtilegt skjáskot. „Ég fékk bara tár í augun, því þá rifjaðist upp fyrir mér af hvaða tilefni þessi mynd var tekin,“ segir Helga, en ljósmynd af henni frá árinu 1963 er hluti af sumarsýningu Ljósmyndasafns Reykjavíkur. 

„Ég er 13 ára gömul þegar þessi mynd var tekin,“ útskýrir Helga, sem rifjaði upp tilefni myndatökunnar. 

Ljósmyndin var tekin árið 1963 á hárgreiðslusýningu sem haldin var …
Ljósmyndin var tekin árið 1963 á hárgreiðslusýningu sem haldin var í Súlnasal Hótel Sögu. Ljósmyndin var tekin af Elíasi Hannessyni eða Stjörnuljósmyndum. Ljósmynd/Helga Thorberg

„Á þessum tíma rak móðir mín, Guðfinna Breiðfjörð, hárgreiðslustofurnar Raffó og þrjár þegar best lét. Hún var svo frjó og áhugasöm kona.

Móðir mín stóð fyrir miklum skemmtunum á Hótel Sögu, þar hélt hún hárgreiðslusýningar og fékk í lið með sér hinar ýmsu tískuverslanir til þess að sýna fatnað. Þennan dag var fengin hljómsveit og slegið upp balli, þetta var þegar Hótel Saga var upp á sitt allra besta. Sannkallað glamúrkvöld síns tíma,“ segir Helga. 

Ljósmyndin var tekin af Elíasi Hannessyni, eða Stjörnuljósmyndum, þegar Helga var hármódel fyrir móður sína á hársýningu í Súlnasal Hótel Sögu hinn 8. október 1963. 

„Hún sérhæfði sig í hárlitun og sótti reglulega námskeið í Ameríku hjá Clairol. Ég var klædd í þennan rauða skokk og þessa blússu frá einhverri tískuverslun og bara með minn upprunalega háralit. Móðir mín var búin að lita aðra konu með sama lit og hár mitt var á þeim tíma og átti þetta að sýna hversu náttúruleg litun væri,“ segir Helga og hlær. „Það var ekki hægt að sjá muninn, hvor okkar var meira natural.“

Móðir Helgu, Guðfinna Breiðfjörð.
Móðir Helgu, Guðfinna Breiðfjörð. Ljósmynd/Helga Thorberg

„Þetta var mín Menningarnótt“

Helga vonast til að eignast ljósmyndina, en segir það ómetanlegt að hafa fengið að rekast á þessa hamingjusömu ungu stúlku. „Það var mjög tilfinningalegt fyrir mig að hitta aftur þessa stúlku sem ég einu sinni var. Ég var rosalega glöð að sjá hvað þetta var hamingjusöm stúlka, skínandi hamingjusöm,“ segir Helga. 

„Þetta var mín Menningarnótt, að sjá ljósmyndina. Jú, það og húlahoppið hjá Kirsuberjatrénu. Ég er húlahoppdrottningin á Vesturgötunni, ég húla alltaf í götunni,“ segir Helga að lokum um þennan eftirminnilega dag. 

mbl.is