Undir þrýstingi og lætur rannsaka forsetann

Joe Biden Bandaríkjaforseti | 12. september 2023

Undir þrýstingi og lætur rannsaka forsetann

Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, ætlar að láta rannsaka hvort Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hafi hagnast á viðskiptasamningum sem sonur forsetans, Hunter Biden, hefur gert. 

Undir þrýstingi og lætur rannsaka forsetann

Joe Biden Bandaríkjaforseti | 12. september 2023

Kevin McCarty kynnti áform sín fyrir utan þinghúsið í Washington …
Kevin McCarty kynnti áform sín fyrir utan þinghúsið í Washington í dag. AFP/Andrew Cabarello-Reynolds

Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, ætlar að láta rannsaka hvort Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hafi hagnast á viðskiptasamningum sem sonur forsetans, Hunter Biden, hefur gert. 

Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, ætlar að láta rannsaka hvort Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hafi hagnast á viðskiptasamningum sem sonur forsetans, Hunter Biden, hefur gert. 

McCarthy hefur verið undir miklum þrýstingi frá flokksbræðrum sínum í Repúblikanaflokknum að hefja rannsókn á forsetanum.

Ætlar hann að fela þingnefnd að rannsaka forsetann en rannsóknin gæti leitt til þess að vantrausttilaga yrði lögð fram á hendur forsetanum. Fulltrúadeildarþingmaðurinn James Comer mun leiða rannsóknina. 

„Ábendingar hafa borist um að hann hafi misnotað vald sitt, komið í veg fyrir framgang réttvísinnar og spillingu. Þær gefa tilefni til frekari rannsóknar. Af þeim sökum hef ég ákveðið að fela þingnefndinni að hefja rannsókn,“ sagði McCarthy í dag að því er Washington Post greinir frá.

Í tímaþröng

Áður hafði hann gefið út að hann myndi ekki hefja rannsókn án þess að fulltrúadeildin kysi um það. 

McCarthy er í tímaþröng að ná einingu um lagafrumvarp um fjármögnun alríkisstofnana fyrir 30. september. Hefur hann án árangurs reynt að tryggja sér atkvæði nokkurra flokksbræðra sinna í fulltrúadeildinni yst á hægri vængnum.

Hafa þeir kallað eftir því að forsetinn yrði rannsakaður vegna viðskiptasamninga sem sonur hans gerði. 

mbl.is