Hefur áhyggjur af stuðningnum við Úkraínu

Úkraína | 4. október 2023

Hefur áhyggjur af stuðningnum við Úkraínu

Joe Biden Bandaríkjaforseti viðurkennir að hann hafi áhyggjur af því að umrót í bandarískum stjórnmálum gætu rofið stuðning Bandaríkjamanna við Úkraínu en segir jafnframt að hann flytji bráðum „meiriháttar ræðu“ til þess að sannfæra efasemdamenn í landinu um að styðja við stjórnvöld í Kænugarði í baráttunni gegn Rússlandi.

Hefur áhyggjur af stuðningnum við Úkraínu

Úkraína | 4. október 2023

Í nýsamþykktum bráðabirgðafjárlögum má ekki neitt finna um stuðning við …
Í nýsamþykktum bráðabirgðafjárlögum má ekki neitt finna um stuðning við Úkraínu. Joe Biden Bandaríkjaforseti kveðst áhyggjufullur. AFP

Joe Biden Bandaríkjaforseti viðurkennir að hann hafi áhyggjur af því að umrót í bandarískum stjórnmálum gætu rofið stuðning Bandaríkjamanna við Úkraínu en segir jafnframt að hann flytji bráðum „meiriháttar ræðu“ til þess að sannfæra efasemdamenn í landinu um að styðja við stjórnvöld í Kænugarði í baráttunni gegn Rússlandi.

Joe Biden Bandaríkjaforseti viðurkennir að hann hafi áhyggjur af því að umrót í bandarískum stjórnmálum gætu rofið stuðning Bandaríkjamanna við Úkraínu en segir jafnframt að hann flytji bráðum „meiriháttar ræðu“ til þess að sannfæra efasemdamenn í landinu um að styðja við stjórnvöld í Kænugarði í baráttunni gegn Rússlandi.

Á dögunum voru fjárlög til bráðabirgða samþykkt á bandaríska þinginu eftir langa umræðu sem leiddi næstum því til lokanna ríkisstofnana.

Engar breytingar er að finna í bráðabirgðafrumvarpinu, sem er í gildi til 17. nóvember, nema að þar er ekki að finna stuðning Banda­ríkja­manna við Úkraínu­menn líkt og for­setinn hafði kraf­ist.

Mikið umrót varð í Repúblikanaflokknum þegar frumvarpið var samþykkt og hafði það þær afleiðingar að Kevin McCarthy, forseta fulltrúardeildar Bandaríkjaþings, var vikið úr forsetastól eftir að samflokksmenn hans lögðu fram vantrauststillögu, en þeir höfðu óskað eftir frekari niðurskurði í fjárlögum.

Meirihluti þingsins hlynntur stuðningi við Úkraínu

„Þetta veldur mér áhyggjum,“ sagði Biden í dag, spurður að því hvort að brotthvarf McCarthys og viðeigandi umrót sem það hefur ollið, gæti haft áhrif á fjárframlög Bandaríkjamanna til Úkraínu. „En ég veit að það er meirihluti í fulltrúadeild og öldungadeild, úr báðum flokkum, sem hefur sagst hlynntir stuðningi við Úkraínu.“

Um er að ræða viðhorfsmun hjá Biden en í gær sagðist hann hafa átt símtal með leiðtogum bandamannaríkja þar sem hann sagðist vera „fullviss“ um að fjárstuðningur við Úkraínu yrði samþykktur.

„Ég mun von bráðar tilkynna meiriháttar ræðu sem ég mun flytja um þetta málefni, og hvers vegna það er mikilvægt fyrir Bandaríkin og bandamenn okkar að standa við okkar skuldbindingar,“ sagði forsetinn en neitaði að segja hvenær hann ætlaði sér að flytja ræðuna.

Fer stuðningur úr Evrópu dvínandi?

Bandaríkin eru langstærsti stuðningsaðili Úkraínumanna og hefur þingið samþykkt aðstoð upp á 113 milljarða bandaríkjadala samtals, eða um 15.600 milljarða króna. 

Þau eru þó ekki eina landið sem hefur dregið úr stuðningi sínum við Úkraínu. Pólsk stjórnvöld til­kynntu á dögunum að þau myndu ekki leng­ur senda vopn til Úkraínu og ein­beita sér frekar  að eig­in vörn­um en Pólland hefur einnig verið meðal dygg­ustu stuðningsmanna Úkraínu og hef­ur hingað til verið öfl­ug­ur vopna­birg­ir fyr­ir úkraínska her­inn

Um helgina bar flokkurinn Smer-SD sigur úr býtum í þing­kosn­ing­um í Slóvakíu. Flokk­ur­inn er leidd­ur áfram af fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra Slóvakíu, Robert Fico, en flokk­ur­inn er einkar gagn­rýn­inn á Evr­ópu­sam­bandið og Atlants­hafs­banda­lagið (NATO) og vill einnig stöðva alla aðstoð Slóvakíu við Úkraínu í bar­átt­unni gegn Rússlandi.

mbl.is