Hunter Biden ákærður fyrir skattsvik

Joe Biden Bandaríkjaforseti | 8. desember 2023

Hunter Biden ákærður fyrir skattsvik

Hunter Biden hefur verið ákærður fyrir skattsvik. Þetta er í annað sinn sem sonur Joes Bidens Bandaríkjaforseta er ákærður af sérstakri nefnd sem rannsakar málefni sem tengjast honum.

Hunter Biden ákærður fyrir skattsvik

Joe Biden Bandaríkjaforseti | 8. desember 2023

Hunter Biden í júní síðastliðnum.
Hunter Biden í júní síðastliðnum. AFP/Stefani Reynolds

Hunter Biden hefur verið ákærður fyrir skattsvik. Þetta er í annað sinn sem sonur Joes Bidens Bandaríkjaforseta er ákærður af sérstakri nefnd sem rannsakar málefni sem tengjast honum.

Hunter Biden hefur verið ákærður fyrir skattsvik. Þetta er í annað sinn sem sonur Joes Bidens Bandaríkjaforseta er ákærður af sérstakri nefnd sem rannsakar málefni sem tengjast honum.

Fram kemur í skýrslu nefndarinnar að Hunter Biden hafi á fjögurra ára tímabili láðst að greiða að minnsta kosti 1,4 milljónir dollara, eða tæpar 200 milljónir króna, í skatta sem hann skuldaði fyrir árin 2016 til 2019.

Biden var ákærður í níu liðum fyrir hin ýmsu skattalagabrot.

Joe Biden ásamt Hunter Biden í febrúar síðastliðnum.
Joe Biden ásamt Hunter Biden í febrúar síðastliðnum. AFP/Andrew Caballero-Reynolds

Þessi nýjustu tíðindi eru slæm fyrir Joe Biden, sem hyggur á endurkjör, auk þess sem repúblikanar vilja kæra hann fyrir embættisglöp. Þeir telja að hann hafi hagnast á viðskiptum sonar síns erlendis.

Biden yngri var síðast sakaður um að hafa logið til um eiturlyfjanotkun sína þegar hann fyllti út eyðublöð áður en hann keypti sér byssu.

Svo gæti farið að Hunter Biden fari tvívegis fyrir rétt á næsta ári á sama tíma og faðir hans etur að öllum líkindum kappi við Donald Trump, fyrrverandi forseta, í forsetakosningunum.

mbl.is