Hunter Biden lýsir aftur yfir sakleysi sínu

Joe Biden Bandaríkjaforseti | 11. janúar 2024

Hunter Biden lýsir aftur yfir sakleysi sínu

Hunter Biden, sonur Joe Bidens Bandaríkjaforseta, lýsti yfir sakleysi sínu fyrir framan alríkisdómstóll í Los Angeles í dag. Er hann ákærður fyrir skattsvik.

Hunter Biden lýsir aftur yfir sakleysi sínu

Joe Biden Bandaríkjaforseti | 11. janúar 2024

Hunter Biden er ákærður fyrir skattsvik.
Hunter Biden er ákærður fyrir skattsvik. AFP/Kent Nishimura/Getty Images

Hunter Biden, sonur Joe Bidens Bandaríkjaforseta, lýsti yfir sakleysi sínu fyrir framan alríkisdómstóll í Los Angeles í dag. Er hann ákærður fyrir skattsvik.

Hunter Biden, sonur Joe Bidens Bandaríkjaforseta, lýsti yfir sakleysi sínu fyrir framan alríkisdómstóll í Los Angeles í dag. Er hann ákærður fyrir skattsvik.

Ákæran er níu liðum og er honum gert að sök að hafa á fjög­urra ára tíma­bili láðst að greiða að minnsta kosti 1,4 millj­ón­ir bandaríkjadala, eða tæp­ar 200 millj­ón­ir króna, í skatta sem hann skuldaði fyr­ir árin 2016 til 2019.

Á árunum 2016 til október 2020 „eyddi stefndi þessum peningum í fíkniefni, fylgdarkonur og kærustur, lúxushótel og leiguhúsnæði, framandi bíla, fatnað og aðra hluti af persónulegum toga. Í stuttu máli, allt nema skatta hans,“ segir í ákærunni.

Gæti átt yfir höfði sér allt að 17 ár í fangelsi

Það er sérstakur saksóknari David C. Weiss sem fer með málið fyrir hönd bandaríska dómsmálaráðuneytisins. Ef Hunter er sakfelldur fyrir alla níu ákæruliði gæti hann átt yfir höfði sér allt að 17 ára fangelsisvist.

Hunter Biden er í öðru ótengdu máli í Delaware-ríki ákærður fyrir ólöglega byssueign en í því máli er hon­um er gefið að sök að hafa fært inn rang­ar upp­lýs­ing­ar á eyðublöðum sem fylgdu byssu­kaup­un­um þar sem kraf­ist er að viðkom­andi sé ekki und­ir áhrif­um fíkni­efna.

Sérstakur saksóknari David Weiss annast það mál einnig fyrir dómsmálaráðuneytið.

mbl.is