Brást illa við ummælum um minnistap

Joe Biden Bandaríkjaforseti | 9. febrúar 2024

Brást illa við ummælum um minnistap

Joe Biden Bandaríkjaforseti vísar því á bug að hann eigi við minnistap að stríða.

Brást illa við ummælum um minnistap

Joe Biden Bandaríkjaforseti | 9. febrúar 2024

Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Joe Biden Bandaríkjaforseti. AFP/Mandel Ngan

Joe Biden Bandaríkjaforseti vísar því á bug að hann eigi við minnistap að stríða.

Joe Biden Bandaríkjaforseti vísar því á bug að hann eigi við minnistap að stríða.

Nokkrum klukkustundum áður hafði skýrsla verið birt þar sem farið var yfir hvort hann hefði meðhöndlað leynileg skjöl með réttum hætti.  

Í beinni sjónvarpsútsendingu frá Hvíta húsinu reiddist Biden yfir fullyrðingum um að hann gæti ekki einu sinni munað hvenær sonur hans Beau lést árið 2015, auk annarra lykilatburða í lífi hans.

Hvernig dirfist hann?

„Minnið mitt er í fínu lagi,” sagði Biden.

„Það hefur meira að segja verið vísað til þess að ég muni ekki hvenær sonur minn lést. Hvernig í andskotanum dirfist hann að segja þetta?” sagði hann og átti greinilega erfitt með að hafa stjórn á tilfinningum sínum.

AFP/Mandel Ngan

Skýrslan sem Robert Hur, sérstakur saksóknari, annaðist hefði átt að teljast góð tíðindi fyrir Biden. Þar kom fram að forsetinn hefði ekki framið glæpsamlegt athæfi varðandi geymslu leynilegra skjala sem hann notaði á heimili sínu og þáverandi skrifstofu þegar hann var varaforseti Baracks Obama.

AFP/Mandel Ngan

Enn stendur yfir rannsókn á Donald Trump, sem líklega etur kappi við Biden í forsetakosningunum í nóvember, sem er sakaður um að hafa tekið með sér mikið magn háleynilegra skjala þegar hann yfirgaf Hvíta húsið árið 2021 og síðan reynt að koma í veg fyrir tilraunir til að ná aftur í þau.

Roskinn og með slæmt minni

Hur skrifaði með skýrslunni að hann hefði áhyggjur af því að kviðdómendur myndu ekki trúa því að Biden, sem er 81 árs, hefði ætlað sér að geyma leyniskjöl, og það sé ein af ástæðum fyrir því að hann telji það eigi ekki að sækja forsetann til saka. 

„Við höfum jafnframt tekið það til greina, að við réttarhöldin þá myndi Biden að öllum líkindum mæta kviðdómendum, eins og hann gerði þegar við töluðum við hann, sem hluttekningarsamur, vel meinandi eldri maður með slæmt minni.“

Þetta þykir varpa pólitískri sprengju, nú þegar aðeins níu mánuðir eru þar til forsetakosningarnar fara fram. 

Donald Trump.
Donald Trump. AFP/Patrick T. Fallon

Hur sagði að miðað við minnistap Bidens myndi kviðdómur aldrei dæma hann sekan vegna ásakana í tengslum við skjölin.

Spurður út í þessi ummæli í Hvíta húsinu sagði Biden: „Ég vil vel og ég er roskinn maður og ég veit hvað í andskotanum ég er að gera,” sagði hann.

„Ég er forseti og ég kom þessu landi aftur á fætur,” bætti hann við. „Sjáið hvað ég hef gert síðan ég varð forseti”. 

mbl.is