Biden gert að mæta fyrir dómara

Joe Biden Bandaríkjaforseti | 20. september 2023

Biden gert að mæta fyrir dómara

Alríkisdómari hafnaði fyrr í kvöld beiðni Hunter Bidens, sonar Joe Bidens Bandaríkjaforseta, um að fá að sleppa því að mæta í eigin persónu í fyrirtöku 3. október.

Biden gert að mæta fyrir dómara

Joe Biden Bandaríkjaforseti | 20. september 2023

Joe Biden Bandaríkjaforseti ásamt syni sínum, Hunter, í febrúar 2023.
Joe Biden Bandaríkjaforseti ásamt syni sínum, Hunter, í febrúar 2023. AFP/Andrew Caballero-Reynolds

Alríkisdómari hafnaði fyrr í kvöld beiðni Hunter Bidens, sonar Joe Bidens Bandaríkjaforseta, um að fá að sleppa því að mæta í eigin persónu í fyrirtöku 3. október.

Alríkisdómari hafnaði fyrr í kvöld beiðni Hunter Bidens, sonar Joe Bidens Bandaríkjaforseta, um að fá að sleppa því að mæta í eigin persónu í fyrirtöku 3. október.

Lögfræðiteymi Hunter Bidens hafði reynt að fá það í gegn að Hunter yrði viðstaddur fyrirtökuna í gegnum fjarfundarbúnað og vísuðu þeir til „fjárhagslegra áhrifa“ sem það myndi hafa á stjórnvöld og skipulagóreiðuna sem yrði í miðbænum ef hann myndi mæta í persónu.

Lögmenn Hunter Bidens hafa þegar sent bréf á dómarann, Cristopher Burke, þess efnis að Hunter hyggist lýsa yfir sak­leysi sínu vegna meintra vopna­laga­brota. Er hon­um gefið að sök að hafa logið til um edrúmennsku sína þegar hann keypti byssu í októ­ber­mánuði árið 2018. 

Christopher Burke, sagði að sonur forsetans „ætti að fá sömu meðferð og allir aðrir sakborningar í réttarsalnum okkar“. Burke gaf Hunter Biden þó auka viku til að verða við kröfunni, en upphaflega átti hann að mæta 26. september.

Viðurlögin allt að 25 ára fangelsisvist

Sam­kvæmt vopna­laga­lög­gjöf í Delaware, þar sem dóm­stóll tek­ur mál Bidens fyr­ir, er óheim­ilt að bera byssu und­ir áhrif­um fíkni­efna sem og að sækja um heim­ild til byssu­kaupa á meðan neyslu­tíma­bili stend­ur. Viður­lög­in eru allt að 25 ára fang­elsi.

Biden hef­ur um ára­bil glímt við áfeng­is- og krakkfíkn. Er hann sagður hafa keypt sér byssu af gerðinni Colt um tveim­ur mánuðum eft­ir að hann kom úr einni af mörg­um meðferðarúr­ræðum sem hann hef­ur leitað til. 

mbl.is