Segir yfirvöld Ísraels hafa hlustað á sig

Ísrael/Palestína | 5. apríl 2024

Segir yfirvöld Ísraels hafa hlustað á sig

Joe Biden Bandaríkjaforseti segir yfirvöld í Ísrael hafa hlustað á kröfur hans um að leyfa frekari innflutning hjálpargagna til Gasa. 

Segir yfirvöld Ísraels hafa hlustað á sig

Ísrael/Palestína | 5. apríl 2024

Yfirvöld í Ísrael hafa þó ekki uppfyllt kröfur Bandaríkjanna að …
Yfirvöld í Ísrael hafa þó ekki uppfyllt kröfur Bandaríkjanna að fullu. AFP/Jim Watson

Joe Biden Bandaríkjaforseti segir yfirvöld í Ísrael hafa hlustað á kröfur hans um að leyfa frekari innflutning hjálpargagna til Gasa. 

Joe Biden Bandaríkjaforseti segir yfirvöld í Ísrael hafa hlustað á kröfur hans um að leyfa frekari innflutning hjálpargagna til Gasa. 

Biden krafðist þess í gær af yfirvöldum í Ísrael að þau hleyptu frekari hjálpargögnum til Gasa á næstu klukkustundum eða dögum.

Biden mun hafa hótað að setja sérstök skilyrði um framtíðarstuðning Bandaríkjanna við Ísrael, í samtali við Benjamín Netanjahú forsætisráðherra landsins. 

Hafa ekki uppfyllt kröfurnar að fullu

Spurður hvort hann hafi hótað Netanjahú að draga úr hernaðaraðstoð Bandaríkjanna til Ísrael sagði Biden: 

„Ég bað þá um að gera það sem þeir eru að gera.“

Yfirvöld í Ísrael tilkynntu klukkustundum eftir símtal Bidens og Netanjahú að þau myndu hleypa hjálpargögnum tímabundið inn á norðurhluta Gasa í gegnum hafnirnar Ashdod og Erez, sem eru á yfirráðasvæði Ísraels. 

Yfirvöld í Bandaríkjunum segja þó að Ísrael hafi ekki uppfyllt kröfur Bandaríkjanna að fullu: 

„Það er mikilvægt að kröfur okkar verði uppfylltar að fullu og framkvæmdar óðfluga,“ sagði John Kirby, þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins.

mbl.is