Ekki stætt á að svipta Trump kjörgengi

Ekki stætt á að svipta Trump kjörgengi

Colorado-ríki í Bandaríkjunum varð ekki kápan úr því klæðinu að banna Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, að bjóða sig fram til forseta á nýjan leik þar og hið sama gildir um önnur ríki landsins.

Ekki stætt á að svipta Trump kjörgengi

Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti | 4. mars 2024

Ekki hefur lognmollan umleikið Donald Trump síðustu árin og hvert …
Ekki hefur lognmollan umleikið Donald Trump síðustu árin og hvert stórmálið ratað á síður heimspressunnar frá því hann hreyfði því að bjóða sig fram til forseta fyrir tæpum áratug. AFP/Mandel Ngan

Colorado-ríki í Bandaríkjunum varð ekki kápan úr því klæðinu að banna Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, að bjóða sig fram til forseta á nýjan leik þar og hið sama gildir um önnur ríki landsins.

Colorado-ríki í Bandaríkjunum varð ekki kápan úr því klæðinu að banna Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, að bjóða sig fram til forseta á nýjan leik þar og hið sama gildir um önnur ríki landsins.

Að þessari niðurstöðu komst Hæstiréttur Bandaríkjanna í dag en nokkur ríki höfðu fjarlægt nafn Trumps af kjörseðlum vegna forvals Repúblikanaflokksins.

Báru ríkin því við að samkvæmt fjórtánda viðaukanum við bandarísku stjórnarskrána, þriðju málsgrein, væri þeim unnt að svipta hann kjörgengi þar sem hann hefði staðið fyrir uppreisn og var þar vísað til atlögunnar að þinghúsinu í Washington 6. janúar 2021.

Fleiri dómsalir bíða

Komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að rétturinn til að beita þriðju málsgrein fjórtánda viðauka gegn opinberum embættismönnum og frambjóðendum lægi hjá þinginu einu.

Þar með er þó afskiptum dómskerfisins af málefnum Trumps ekki lokið. Mánudaginn fyrir páska, 25. mars, kemur hann fyrir rétt í New York fyrir tilraun hans fyrir kosningarnar árið 2016 til að dylja greiðslur hans til klámstjörnu fyrir að þegja um samskipti þeirra og í Flórída bíða hans réttarhöld þar sem honum er brigslað um að hafa haft leyndarskjöl með sér úr Hvíta húsinu við embættislok og neitað að standa skil á þeim.

mbl.is