Trump strunsaði út úr miðjum réttarhöldum

Trump strunsaði út úr miðjum réttarhöldum

Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, rauk á dyr dómstólsins þar sem réttað er nú í skaðabótamáli E. Jean Carroll gegn honum.

Trump strunsaði út úr miðjum réttarhöldum

Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti | 26. janúar 2024

Trump fyrir utan réttarhöldin í New York í dag.
Trump fyrir utan réttarhöldin í New York í dag. AFP

Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, rauk á dyr dómstólsins þar sem réttað er nú í skaðabótamáli E. Jean Carroll gegn honum.

Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, rauk á dyr dómstólsins þar sem réttað er nú í skaðabótamáli E. Jean Carroll gegn honum.

Það gerði hann aðeins nú fyrir stundu, á sama tíma og lögmaður hennar tjáði kviðdómnum að forsetinn fyrrverandi væri lygari sem héldi „að reglurnar eigi ekki við um hann“.

„Rétturinn skal bóka að herra Trump reis rétt í þessu úr sæti sínu og gekk út úr dómsalnum,“ sagði héraðsdómarinn Lewis Kaplan um leið og Trump hafði strunsað út.

Sagði ásakanirnar klækjabrögð

Roberta Kaplan, sem ekki er skyld dómaranum, hafði þá einnig sagt kviðdómendum að Trump hefði varið „öllum réttarhöldunum í að halda áfram ærumeiðingum“ í garð Carroll, með því að segja að ásakanir hennar um kynferðislega misnotkun væru klækjabrögð.

„Frú Carroll bjó þetta ekki til, kynferðislega árásin átti sér stað og afneitanir hans voru allt helberar lygar,“ sagði lögmaðurinn, að því er fram kemur í umfjöllun NBC.

Þegar Trump var út genginn sagði hún enn fremur við kviðdóminn:

„Hann heldur að með auði sínum og völdum geti hann komið fram við frú Carroll eins og hann vill og að hann muni engum afleiðingum sæta.“

mbl.is