Stoltenberg bregst við ummælum Trumps um NATO

Stoltenberg bregst við ummælum Trumps um NATO

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), varar við orðræðu sem grefur undan öryggi aðildarríkja en Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hótaði í gær að hann myndi hvetja Rússa til að ráðast á NATO-ríki sem stæðu ekki við fjárskuldbind­ing­ar sín­ar.

Stoltenberg bregst við ummælum Trumps um NATO

Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti | 11. febrúar 2024

Jens Stoltenberg, fram­kvæmda­stjóri Atlants­hafs­banda­lags­ins,
Jens Stoltenberg, fram­kvæmda­stjóri Atlants­hafs­banda­lags­ins, AFP

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), varar við orðræðu sem grefur undan öryggi aðildarríkja en Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hótaði í gær að hann myndi hvetja Rússa til að ráðast á NATO-ríki sem stæðu ekki við fjárskuldbind­ing­ar sín­ar.

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), varar við orðræðu sem grefur undan öryggi aðildarríkja en Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hótaði í gær að hann myndi hvetja Rússa til að ráðast á NATO-ríki sem stæðu ekki við fjárskuldbind­ing­ar sín­ar.

„Sú tillaga að bandamenn verji ekki hver annan grefur undan öllu öryggi okkar, þar á meðal öryggi Bandaríkjanna,“ segir Stoltenberg í yfirlýsingu.

Trump hótaði því í gær að ef hann yrði aftur kjörinn forseti Bandaríkjanna myndi hann ekki verja NATO-ríki sem hefðu ekki staðið við fjárhagslegar skuldbindingar sínar og jafnvel „hvetja“ Rússa til að ráðast á þau.

Trump hef­ur lengi verið gagn­rýn­inn á NATO og sagt ósann­gjarnt að Banda­rík­in verji önn­ur ríki banda­lags­ins.

Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti.
Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti. AFP

Þjóni aðeins hagsmunum Pútíns

„Atlantshafsbandalagið hefur rennt stoðum undir öryggi og hagsæld Bandaríkjamanna, Kanadamanna og Evrópubúa í 75 ár,“ sagði Charles Michel, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter.

„Óvægnar yfirlýsingar um öryggi og 5. gr. #NATO þjóna aðeins hagsmunum [Vladimírs] Pútíns [Rússlandsforseta],“ bætti hann við. „Þær færa heiminum ekki meira öryggi eða frið.“

„Þvert á móti leggur hún enn meiri áherslu á nauðsyn þess að ESB efli stefnumótandi sjálfstæði sitt og fjárfesti í vörnum sínum,“ sagði Mihchel enn fremur.

Í 5. gr. er kveðið á um að verði NATO-ríki fyrir vopnaðri árás skuli hver og einn meðlimur bandalagsins líta á verknaðinn sem árás gegn öllum bandalaginu og gera ráðstafanir til að veita landinu sem fyrir ógninni verður aðstoð.

Charles Michel, forseti leiðtogaráðs ESB.
Charles Michel, forseti leiðtogaráðs ESB. AFP/Ludovic Marin
mbl.is