Mun „ekki vernda“ Harry

Kóngafólk í fjölmiðlum | 25. febrúar 2024

Mun „ekki vernda“ Harry

Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, ætlar „ekki að vernda“ Harry Bretaprins ef hann verður kjörinn næsti forseti vegna „ófyrirgefanlegra“ svika hans við Elísabetu Bretadrottningu. 

Mun „ekki vernda“ Harry

Kóngafólk í fjölmiðlum | 25. febrúar 2024

Donald Trump á ráðstefnunni í gær.
Donald Trump á ráðstefnunni í gær. AFP/Mandel Ngan

Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, ætlar „ekki að vernda“ Harry Bretaprins ef hann verður kjörinn næsti forseti vegna „ófyrirgefanlegra“ svika hans við Elísabetu Bretadrottningu. 

Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, ætlar „ekki að vernda“ Harry Bretaprins ef hann verður kjörinn næsti forseti vegna „ófyrirgefanlegra“ svika hans við Elísabetu Bretadrottningu. 

Þetta sagði Trump í viðtali við Daily Express áður en hann ávarpaði ráðstefnu íhaldsmanna í Maryland í gær.

Greindi frá neyslunni í Spare

Ummælin lét hann falla sólarhring eftir að Harry kom fram fyrir dómi.

Þar var tekið fyrir mál sem varðar hvort að Harry hafi logið til um fíkniefnaneyslu sína er hann sótti um dvalarleyfi í Bandaríkjunum. Hann greindi frá neyslunni í bók sinni Spare sem kom út fyrir rúmu ári síðan. 

Harry Bretaprins.
Harry Bretaprins. AFP/Don MacKinnon

Bálreiður út í stjórn Bidens 

Trump sagðist jafnframt vera bálreiður út í ríkisstjórn Joe Bidens Bandaríkjaforseta fyrir að „vernda Harry“ með því að gera dvalarleyfisumsókn hans ekki opinbera. 

„Ég myndi ekki vernda hann. Hann sveik drottninguna. Það er ófyrirgefanlegt. Hann væri á eigin vegum ef það væri undir mig komið,“ sagði Trump.

Þá sagði Trump bresku konungsfjölskyldan vera „of umburðarlynda“ gagnvart Harry. 

mbl.is