Dæmdur til að greiða tæplega 50 milljarða

Dæmdur til að greiða tæplega 50 milljarða

Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur verið dæmdur til að greiða tæplega 50 milljarða króna í sekt og fær ekki að stunda viðskipti í New York-ríki næstu þrjú árin.

Dæmdur til að greiða tæplega 50 milljarða

Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti | 16. febrúar 2024

Lögmenn Trumps segja úrskurðinn ekki vera réttlátan.
Lögmenn Trumps segja úrskurðinn ekki vera réttlátan. AFP/Charly Triballeau

Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur verið dæmdur til að greiða tæplega 50 milljarða króna í sekt og fær ekki að stunda viðskipti í New York-ríki næstu þrjú árin.

Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur verið dæmdur til að greiða tæplega 50 milljarða króna í sekt og fær ekki að stunda viðskipti í New York-ríki næstu þrjú árin.

Var hann fundinn sekur af dómaranum Arthur Engoron en á Trump að hafa ýkt virði eigna sinna í þeim til­gangi að knýja fram betri kjör á lán­um og trygg­ing­um.

Tveir synir Trumps voru einnig dæmdir meðsekir og gert að greiða um 550 milljónir á mann.

Lögmenn Trump segja úrskúrðinn ekki réttlátan og hefur Trump sagt þetta vera leið demókrata til að hafa áhrif á kosningabaráttu hans, en hann mælist með meira fylgi en Joe Biden Bandaríkjaforseti um þessar mundir.

Donald Trump ekki eins og Bernard Madoff

„Þeir eru aðeins sakaðir um að blása upp verðmæti eigna til að græða meiri peninga. Donald Trump er ekki Bernard Madoff. Samt eru sakborningarnir ófærir um að játa villu síns vegar," sagði Engoron dómari.

Engoron var þar að vísa í Bern­ard L. Madoff, sem eitt sinn starfaði sem stjórn­andi á Wall Street og árið 2008 varð and­lit fjár­mála­m­is­gjörða og svika fyr­ir að vera maður­inn á bak við eina stærstu fjár­mála­svika­myllu sög­unn­ar.

Er þetta sigur fyrir Letitiu James, ríkissaksóknara New York-ríkis, en það var hún sem ákærði hann. 

Þetta er enn eitt áfallið fyrir bókhaldið hjá Donald Trump en í síðasta mánuði var hann dæmdur til að greiða E. Jean Carroll rúm­lega 83 millj­ón­ir dala í skaðabæt­ur vegna kyn­ferðis­legr­ar áreitni.

mbl.is