Trump bannað að tjá sig opinberlega

Trump bannað að tjá sig opinberlega

Dómari hefur bannað Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, að tjá sig opinberlega um dómsmál þar sem Trump er sakaður um að hafa greitt klámmyndaleikkonunni Stormy Daniels mútufé í skiptum fyrir þögn hennar um samskipti þeirra árið 2006.

Trump bannað að tjá sig opinberlega

Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti | 2. apríl 2024

Donald Trump.
Donald Trump. AFP

Dómari hefur bannað Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, að tjá sig opinberlega um dómsmál þar sem Trump er sakaður um að hafa greitt klámmyndaleikkonunni Stormy Daniels mútufé í skiptum fyrir þögn hennar um samskipti þeirra árið 2006.

Dómari hefur bannað Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, að tjá sig opinberlega um dómsmál þar sem Trump er sakaður um að hafa greitt klámmyndaleikkonunni Stormy Daniels mútufé í skiptum fyrir þögn hennar um samskipti þeirra árið 2006.

Dómarinn, Juan Merchan, greip til þessa ráðs eftir að Trump réðist gegn dóttur dómarans á netinu. Merchan hefur bannað Trump að gagnrýna sín skyldmenni og ættingja og sömuleiðis ættingja Alvins Braggs, sem er saksóknari í málinu. 

Lögmenn Trumps segja að bannið brjóti gegn bandarísku stjórnarskránni, að því er segir í umfjöllun breska útvarpsins.  

Trump hefur neitað að hafa greitt mútufé til Daniels fyrir forsetakosningarnar árið 2016. 

Upphaflega var Trump meinað að ráðast gegn starfsfólki réttarins, mögulegum kviðdómendum og vitnum, en nú hefur bannið verið útvíkkað sem fyrr segir. 

Sakaði dóttur dómarans um hatursáróður

Trump birti færslu á samfélagsmiðli sínum, Truth Social, 28. mars þar sem hann hélt því fram að dóttir Merchan, Loren Merchan, hataði sig. Hann sagði enn fremur að hún hefði meira að segja viðurkennt að hún hefði rætt um sig við föður sinn.

Trump hélt því einnig fram að hún fái greiðslur fyrir að vinna að því að „ná Trump“ og sakaði hana um að hafa birt færslur á samfélagsmiðlum sem sýni Trump á bak við lás og slá. 

Talsmenn dómsmálaráðuneytis New York-ríkis sögðu í samtali við AP-fréttastofuna að fullyrðingar Trumps ættu ekki við rök að styðjast og að umræddur samfélagsmiðlareikningur sé ekki lengur í eigu Loren Merchan. 

Hún rekur stafræna auglýsingaskrifstofu sem starfar meðal annars með frambjóðendum úr röðum Demókrata. 

Lögmenn Trumps andmæltu banninu harðlega í gær, en þeir sögðu að þetta bryti gegn tjáningarfrelsi hans. 

mbl.is