Öruggur sigur Trumps í Nevada

Öruggur sigur Trumps í Nevada

Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, sigraði örugglega í forkosningum í bandaríska ríkinu Nevada sem fóru fram í gær.

Öruggur sigur Trumps í Nevada

Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti | 9. febrúar 2024

Donald Trump í Nevada í gær.
Donald Trump í Nevada í gær. AFP/Mario Tama/Getty

Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, sigraði örugglega í forkosningum í bandaríska ríkinu Nevada sem fóru fram í gær.

Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, sigraði örugglega í forkosningum í bandaríska ríkinu Nevada sem fóru fram í gær.

Eini frambjóðandinn sem var einnig á kjörseðlinum var Ryan Binkley, prestur og viðskiptamaður.

Þar með hefur Trump tryggt sér alla 26 kjörmenn Nevada, en flokkarnir nota kerfið til að ákveða hver verður forsetaframbjóðandi þeirra.

Fyrstu niðurstöður CNN sýndu að Trump hlaut yfir 98% atkvæðanna.

„Ef við sigrum í þessu ríki munum við vinna kosningarnar í nóvember auðveldlega,” sagði hann.

Nikki Haley.
Nikki Haley. AFP/Frederic J. Brown

Trump hefur þar með borið sigur úr býtum í þremur ríkjum: Nevada, Iowa og New Hampshire og telst hann afar líklegur sem fulltrúi Repúblikanaflokksins í forsetakosningunum í nóvember.

Eini alvöru andstæðingur Trumps í kapphlaupinu, Nikki Haley, kaus að taka ekki þátt í forkosningunum í Nevada en valdi þess í stað að taka þátt í forvali í ríkinu, þar sem hún tapaði fyrir „engum af þessum frambjóðendum“.

Tvær mismunandi atkvæðagreiðslur voru haldnar í Nevada vegna deilu á milli Repúblikana- og Demókrataflokkanna í ríkinu.

mbl.is