Tómatsósa notuð sem lyf

Sósur | 16. september 2023

Tómatsósa notuð sem lyf

Tómatsósa er ein vinsælasta sósa allra tíma og er órjúfanlegur hluti af matmálstímum margra. Hin hefðbundna tómatsósa hefur það fram yfir margar aðrar sósur að hún passar nánast með öllum mat. Hvort sem um er að ræða kjötmeti, fiskmeti eða brauðmeti. Tómatsósan getur gengið með þessu öllu og er til þess fallin að bragðbæta rétti til muna.

Tómatsósa notuð sem lyf

Sósur | 16. september 2023

Hvers kyns skyndibiti smakkast betur með tómatsósu.
Hvers kyns skyndibiti smakkast betur með tómatsósu. Ljósmynd/Pexels/Vova Kras

Tómatsósa er ein vinsælasta sósa allra tíma og er órjúfanlegur hluti af matmálstímum margra. Hin hefðbundna tómatsósa hefur það fram yfir margar aðrar sósur að hún passar nánast með öllum mat. Hvort sem um er að ræða kjötmeti, fiskmeti eða brauðmeti. Tómatsósan getur gengið með þessu öllu og er til þess fallin að bragðbæta rétti til muna.

Tómatsósa er ein vinsælasta sósa allra tíma og er órjúfanlegur hluti af matmálstímum margra. Hin hefðbundna tómatsósa hefur það fram yfir margar aðrar sósur að hún passar nánast með öllum mat. Hvort sem um er að ræða kjötmeti, fiskmeti eða brauðmeti. Tómatsósan getur gengið með þessu öllu og er til þess fallin að bragðbæta rétti til muna.

Hins vegar er staðreyndin sú að tilgangur tómatsósunnar hefur ekki alltaf einungis verið sá að bragðbæta mat ef tekið er mið af því sem fræðimenn hafa haldið fram í gegnum tíðina. Sagan segir nefninlega að tómatsósa hafi verið notuð í lækningaskyni hér á árum áður og talin allra meina bót í þá daga. Hverjum hefði dottið það í hug?

Tómatsósa var árum áður talin allra meina bót við meltingartruflunum.
Tómatsósa var árum áður talin allra meina bót við meltingartruflunum. Ljósmynd/Pexels/Cottonbro Studio

Tómatsósa í töfluformi

Fyrir tæplega 200 árum, eða í kringum 1830, var talið að tómatsósa gæti haft góð áhrif á ýmsa heilsufarslega kvilla líkt og magakveisur og truflanir í meltingarvegi. Notast var við hinar ýmsu blöndur af tómatsósu, langt frá þeirri sem við dýfum frönskunum okkar ofan í eða borðum með spaghettíinu okkar í dag, heldur var henni meira að segja þjappað saman í töfluform til inntöku fyrir þá sem kenndu sér meins. Til eru ófáar uppskriftir sem læknar og vísindamenn þess tíma fullyrtu að virkuðu vel gegn vandamálum í meltingarfærum.  

Þau áform tómatsósunnar fóru þó fljótt fyrir bí en árið 1876 var hin hefðbunda tómatsósa sem við þekkjum í dag fundin upp. Sú uppskrift hefur heldur betur farið sigurför um heiminn allar götur síðan og má segja að sé ómissandi í hversdagsleika nútímafólks.  

Nerdish 

mbl.is