Kínósalat með túrmerik sítrus dressingu

Uppskriftir | 28. janúar 2024

Kínósalat með túrmerik sítrus dressingu

Hér er bragðgott og næringarríkt kínóasalat sem er góð hugmynd að hádegismat í vinnuna eða sem léttur kvöldmatur. Heiðurinn af uppskriftin að salatinu á Ásdís grasa sem er þekkt fyrir sín ljúffengu, hollu og bragðgóðu rétti Þetta er litrík máltíð sem er sneisafull af hollefnum, trefjum og plöntuefnum. Hægt að bæta við auka próteingjafa út á ef þörf er á svo sem kjúkling, lax eða lambakjöt. Ásdís heldur úti Instagram-síðunni @asdisgrasa þar sem hún deilir með fylgjendum sínum uppskriftum og góðu ráðum um heilbrigðan lífsstíl.

Kínósalat með túrmerik sítrus dressingu

Uppskriftir | 28. janúar 2024

Lítríkt og fallegt kínóasalat.
Lítríkt og fallegt kínóasalat. Ljósmynd/Ásdís Ragna

Hér er bragðgott og næringarríkt kínóasalat sem er góð hugmynd að hádegismat í vinnuna eða sem léttur kvöldmatur. Heiðurinn af uppskriftin að salatinu á Ásdís grasa sem er þekkt fyrir sín ljúffengu, hollu og bragðgóðu rétti Þetta er litrík máltíð sem er sneisafull af hollefnum, trefjum og plöntuefnum. Hægt að bæta við auka próteingjafa út á ef þörf er á svo sem kjúkling, lax eða lambakjöt. Ásdís heldur úti Instagram-síðunni @asdisgrasa þar sem hún deilir með fylgjendum sínum uppskriftum og góðu ráðum um heilbrigðan lífsstíl.

Hér er bragðgott og næringarríkt kínóasalat sem er góð hugmynd að hádegismat í vinnuna eða sem léttur kvöldmatur. Heiðurinn af uppskriftin að salatinu á Ásdís grasa sem er þekkt fyrir sín ljúffengu, hollu og bragðgóðu rétti Þetta er litrík máltíð sem er sneisafull af hollefnum, trefjum og plöntuefnum. Hægt að bæta við auka próteingjafa út á ef þörf er á svo sem kjúkling, lax eða lambakjöt. Ásdís heldur úti Instagram-síðunni @asdisgrasa þar sem hún deilir með fylgjendum sínum uppskriftum og góðu ráðum um heilbrigðan lífsstíl.

Kínóasalati er bæði bragðgott og næringarríkt.
Kínóasalati er bæði bragðgott og næringarríkt. Ljósmynd/Ásdís Ragna

Kínósalat með túrmerik sítrus dressingu

  • ½ bolli soðið kínóa
  • ½ bolli linsubaunir
  • 2-3 stk. grænkál eða 1 lúka spínat
  • 6-8 bitar geita fetaostur ef vill
  • 1 msk. trönuber 
  • 2 msk. söxuð fersk steinselja
  • 1 msk. saxaður vorlaukur
  • 1 stk. rauð eða gul paprika
  • 1 msk. ristaðar furuhnetur
  • 1-2 gulrætur
  • 2 stk. radísur

Aðferð:

  1. Saxið allt hráefnið allt frekar smátt og rífið grænkálið af stilkunum og saxið.
  2. Blandið öllu vel saman í skál.

Túrmerik sítrus dressingu

  • 1/3 bolli eplaedik
  • 1 msk. dijon sinnep
  • 1-2 msk. sítrónu ólífuolía
  • ½ kreist sítróna safinn
  • 1 tsk. hunang ef vill
  • 1 tsk. túrmerik duft
  • 1 msk. ljóst tahini
  • Sjávarsalt eftir smekk
  • Pipar eftir smekk

Aðferð:

  1. Hristið allt vel saman í krukku eða í blandara.
  2. Hellið síðan dressingunni yfir salatið og njótið.
mbl.is