Hollt & gott

Kjúklingasalat með furuhnetum og fetaosti

30.10. Þetta kjúklingasalat er með því einfaldara og hollara sem hægt er að setja saman í eldhúsinu enda er höfundur þess, Linda Ben, ákaflega hrifin af því – sem og kjúklingasalötum almennt þar sem þau séu bæði falleg (séu þau sæmilega gerð) og skemmtilegt sé að bera þau fram í matarboðum og saumaklúbbum. Meira »

Sushi sem kemur á óvart

23.10. Þetta er krúttlegasta og ferskasta sushi-uppskrift sem við höfum séð lengi og tekur enga stund að græja. Eflaust einhverjir krakkar sem myndu vilja gæða sér á þessu því hér getur maður leikið sér með hvaða hráefni sem er í fyllinguna. Meira »

Ofnbakaður lax með mögnuðu meðlæti

22.10. Það er við hæfi að hefja vikuna með þessum dásamlega rétti sem tikkar í öll box hvað varðar bragð og almenn skemmtilegheit. Hér erum við ekki bara með lax - þó einn og sér væri hann mikið meira en nóg. Meira »

Bounty tertan sem sigraði eftirréttakeppnina

20.10. Þessi snilldar terta hefur til að bera flest það sem góða köku þarf að prýða. Enda sigraði hún eftirréttakeppni Nettó og Matarvefsins og er vel að því komin. Meira »

Búðu til þitt eigið snakk

19.10. Það er alls ekkert flókið að búa til sínar eigin flögur í eldhúsinu heima. Þessar peruflögur eru bragðgóðar og einstaklega hollar og ætti ekki að vera erfitt að koma þeim ofan í krakkana á heimilinu eða taka með í vinnuna sem millimál. Meira »

Hollustuhrökkbrauð sem fjölskyldan elskar

15.10. Þetta hrökkbrauð hefur heldur betur slegið í gegn hjá Berglindi Hreiðars á Gotteri.is en hún útbjó það fyrst í byrjun september eftir að hafa fengið uppskriftina hjá vinkonu sinni. Síðan sé hún búin að gera það þrisvar sinnum því allir í fjölskyldunni séu vitlausir í það. Meira »

Mánudagsfiskur í sparibúningi

15.10. Þessi uppskrift er hreinasta sælgæti en þó svo einföld og frábær. Það sem er þó mögulega best við þennan rétt er að hann er svo heiðarlegur eins og útvarpsmaðurinn Sigurður Þorri Gunnarsson mynd segja. Meira »

Sesarsalat letingjans

13.10. Það er kannski ekki sanngjarnt að kalla þetta „salat letingjans“ en það er það engu að síður. Hér færðu hinn fullkomna grunn að góðu sesarsalati eða byrjun á frábærri máltíð með því að bæta t.d. kjúklingi við uppskriftina. Meira »

Lágkolvetna hunangskjúklingur sem engan svíkur

24.9. Hver elskar ekki góða kjúklingauppskrift, hvað þá ef hún er lágkolvetna en engu að síður alveg syndsamlega góð? Eiginlega bara fullkomin á degi sem þessum. Meira »

Grillaðar pestó-rækjur með ananassalsa

17.9. Við erum öll að reyna halda aðeins í sumarið sem kom aðeins of seint í ár, en kom þó blessunarlega í kortér. Þessi réttur er alveg í þeim anda og er tilvalinn sem forréttur. Meira »

Snarlbakki Ebbu Guðnýjar

12.9. Snarlbakkar eru sívinsælir og þessi er sérlega huggulegur enda kemur hann úr smiðju Ebbu Guðnýjar Guðmundsdóttur. Hér má segja að sé hið fullkomna hjónaband huggulegheita og hollustu sem ætti alls staðar að slá í gegn. Meira »

Bollu spagettí með kirsuberjatómötum og fersku basil

12.9. Hvað er bollu spagettí kunna margir að spyrja en því verður fljótsvarað og svarið ætti engan að svíkja...  Meira »

Ketó-veisla fyrir vandláta: Ostabollur með óvæntu tvisti

11.9. Aðdáendur ketó-mataræðis eru æði margir og skyldi engan undra. Hvað er nefnilega betra en að geta gætt sér á ostum og smjöri á meðan kílóin hrynja af manni? Þessar veisluuppskriftir koma úr smiðju Anítu Aspar Ingólfsdóttur, matreiðslumeistara á RÍÓ Reykjavík. Meira »

Kjúklingataco sem ketó-istar elska

11.9. Hver elskar ekki ketó? Það á borða smjör og beikon og allan hinn skemmtilega matinn sem svo erfitt er að lifa án. Þó fyrst og fremst smjör og rjóma og þessi uppskrift er einmitt algjör ketó-rokkstjarna ef svo má að orði komast um uppskrift. Meira »

LKL-morgunverður einkaþjálfarans

11.9. Hér kemur ekta LKL-morgunverður eða lágkolvetna-morgunverður úr smiðju Önnu Eiríks. Hann inniheldur bara egg, lárperu, spínat og tómata og bragðast dásamlega. Meira »

Öðruvísi kjötsúpa en þú átt að venjast

10.9. Hver elskar ekki alvöru kjötsúpu - hvað þá þegar haustið er í lofti og kominn hrollur í kroppinn?  Meira »

Dásemdar fiskréttur innblásinn af Tjöruhúsinu

10.9. Hér gefur að líta blálöngu sem er afbragðsfiskur í alla staði - bragðgóð og afar þétt og góð í sér enda í algjöru uppáhaldi hjá mörgum. Meira »

Geggjaðar núðlur sem koma á óvart

6.9. Þessar núðlur koma virkilega á óvart, bragðmikill og ferskur réttur sem bragðast vel og er jafnframt afar hollur. Fyrir þá sem vilja ekki rækjur er hægt að nota kjúklingabringur sem eru kryddaðar á sama hátt og rækjurnar. Meira »

Einfaldur og ofurhollur hafragrautur

6.9. Þessi grautur er svo mikil snilld því það þarf ekki að elda hann heldur útbúa hann kvöldinu áður og geyma hann svo í ísskáp yfir nótt og þá er hann tilbúinn morguninn eftir. Hann er fullkominn sem nesti í vinnuna eða skólann og eins ef maður er á hraðferð á morgnana og nennir engu veseni. Meira »

Ávaxtaveisla sem börnin elska

5.9. Þetta hljómar kannski undarlega, en það er akkúrat svona sem þú færð krakkana til að borða heilan regnboga af ávöxtum.   Meira »

Salatið sem varð aðalstjarnan í matarboðinu

5.9. „Ég veit að salat getur hljómað mjög óspennandi en treystið mér; þessi uppskrift er svo hrikalega góð að í síðasta matarboði þar sem ég grillaði alls konar geggjaðan mat var það þetta salat sem var aðalstjarnan og allir vinir mínir báðu um uppskriftina á eftir.“ Meira »

Ómótstæðilegur kjúklingur með 30 sekúndna sósu

5.9. Þessi sósa er svo mikil snilld því það tekur nákvæmlega 30 sekúndur að gera hana sem er Íslandsmet innanhúss. Það er líka hægt að skera ferskar paprikur í sneiðar, pensla þær með olíu og baka þær í ofni í 10 mínútur ef þú vilt gera allt frá grunni. Meira »

Grænt ofurboost sem líkist sítrónukrapi

4.9. Þetta boost er svaka ferskt og líkist meira sítrónukrapi en grænum safa, best við það er að krakkarnir elska það líka og það finnst akkúrat ekkert spínatbragð af því. Meira »

Bráðhollir Twix-fingur sem börnin elska

3.9. Þessa Twix-fingur er afar einfalt að gera og þeir smakkast dásamlega vel. Ekki skemmir fyrir að þeir gefa mikla orku og eru bráðhollir líka. Meira »

Kjúklingasalatið sem Ebba elskar

3.9. Gott kjúklingasalat stendur ætíð fyrir sínu og telst hin fullkomna byrjun á vikunni. Sjálf segir Ebba Guðný Guðmundsdóttir, konan á bak við uppskriftina, að þetta salat sé svo gott að hún borði það jafnvel í morgunmat. Meira »

Fiskréttur sem allir í fjölskyldunni elska

3.9. Hér gefur að líta uppskrift sem er þeim óvanalega kosti gædd að tikka í öll box. Hún er bragðgóð og einföld, elskuð af börnum og það sem meira er ... skilgreinist sem ketó þannig að foreldrar í heilsufíling geta áhyggjulausir gúffað hann í sig. Meira »

Ebba gefur góð ráð

2.9. Eftir að hafa kennt okkur að næra ungbörnin okkar með almennilegum mat, dansað frá sér allt vit á öldum ljósvakans og almennt verið hún sjálf í öllu sem hún gerir mætir frú Ebba í yfirheyrslu og eys úr viskubrunni... Meira »

Ketó hamborgara-steik með fylltum sveppum og hrásalati

31.8. Hér er allt gert frá grunni og brauðinu sleppt. Líklega er þetta besti borgari sem þú munt borða og fylltu sveppirnir eru algerlega ómissandi meðlæti. Meira »

Ketó-lax með spínatsmjöri og fersku steiktu rósakáli

30.8. Það er enginn annar en Gunnar Már Sigfússon sem á þessa uppskrift en hann segir að það sé vart hægt að finna ketóvænni rétt. Meira »

LKL taco að hætti Lindu Ben

30.8. Það er alltaf gaman að fylgjast með Lindu Ben í eldhúsinu því maturinn hennar hefur þá merkilegu tilhneigingu að vera í senn afskaplega girnilegur og ákaflega fallegur. Hér gefur að líta lágkolvetna-taco sem ætti að æra óstöðuga og gott betur. Klárlega réttur sem allir verða að prufa. Meira »