Hin dýrðlega appelsínusósa með öndinni

Uppskriftir | 22. október 2023

Hin dýrðlega appelsínusósa með öndinni

Galdurinn við að gera góða máltíð betri er oft sósan. Þegar verið er að elda önd, sérstaklega andabringur er ljúffeng appelsínusósa frábær með. Hér er á ferðinni dýrðleg appelsínusósa sem vel er hægt að mæla með önd og ótrúlega einfalt að laga. Mun einfaldara en marga grunar. Þegar verið er að laga sósu er gott að gefa sér tíma í verkið og nostra við sósugerðina. Það er líka mikilvægt að smakka sósuna til, bæta við það sem bragðlaukarnir kalla á.

Hin dýrðlega appelsínusósa með öndinni

Uppskriftir | 22. október 2023

Listin að gera góða máltíð er að kunna að gera …
Listin að gera góða máltíð er að kunna að gera ljúffenga sósu sem bragð er af. Samsett mynd

Galdurinn við að gera góða máltíð betri er oft sósan. Þegar verið er að elda önd, sérstaklega andabringur er ljúffeng appelsínusósa frábær með. Hér er á ferðinni dýrðleg appelsínusósa sem vel er hægt að mæla með önd og ótrúlega einfalt að laga. Mun einfaldara en marga grunar. Þegar verið er að laga sósu er gott að gefa sér tíma í verkið og nostra við sósugerðina. Það er líka mikilvægt að smakka sósuna til, bæta við það sem bragðlaukarnir kalla á.

Galdurinn við að gera góða máltíð betri er oft sósan. Þegar verið er að elda önd, sérstaklega andabringur er ljúffeng appelsínusósa frábær með. Hér er á ferðinni dýrðleg appelsínusósa sem vel er hægt að mæla með önd og ótrúlega einfalt að laga. Mun einfaldara en marga grunar. Þegar verið er að laga sósu er gott að gefa sér tíma í verkið og nostra við sósugerðina. Það er líka mikilvægt að smakka sósuna til, bæta við það sem bragðlaukarnir kalla á.

Dýrðleg appelsínusósa

  • 100 til 150 g smjör
  • 3-4 skalotlaukar, mjög fínt saxaðir
  • 5 dl gott kjötsoð, kálfa-, nauta eða anda
  • 2-3 msk. Cointreau appelsínulíkjör
  • 1/2 dl appelsínusafi, meira ef vill (helst nýpressaður)
  • hvítur pipar eftir smekk
  • soð/vökvi af öndinni
  • Appelsínusneiðar ef vill, má sleppa

Aðferð:

  1. Byrjið á því að hita smjör, um það bil 1-2 matskeiðar á pönnu eða þykkum potti og mýkið skalotlaukinn í nokkrar mínútur á miðlungshita, passa að hann á að vera glær, ekki ofsteikja.
  2. Kryddið til með hvítum pipar.
  3. Hellið líkjörnum á pönnuna og flamberið.
  4. Sjóðið niður áfengið.
  5. Bæti við appelsínusafanum og sjóðið niður í 2-3 mínútur.
  6. Hellið þá soðinu saman við og sjóðið saman áfram.
  7. Bætið síðan við vökvanum af öndinni ef þið eruð að elda önd.
  8. Þegar að sósan hefur náð þeirri þykkt og því bragðið sem að þið viljið fá er gott að setja nokkrar flysjaðar appelsínusneiðar út í og loks er vænni matskeið af köldu smjöri pískað saman við og sósan borin fram ásamt appelsínusneiðunum ef vill, ekki nauðsyn.
mbl.is