Kartöflusalat ættað frá Þýskalandi

Uppskriftir | 8. febrúar 2024

Kartöflusalat ættað frá Þýskalandi

Þjóðverjar eru mikið fyrir alls konar salöt og eru kartöflu salötin engin undanþága þar á og uppskriftirnar óteljandi. Hérna kemur ein þeirra sem Ingunn Mjöll uppskriftahöfundur deildi á uppskriftasíðu sinni Íslandsmjöll í byrjun febrúar. Þetta er frábært meðlæti með steikum, pylsum, fiskréttum og því sem ykkur finnst gott.

Kartöflusalat ættað frá Þýskalandi

Uppskriftir | 8. febrúar 2024

Lostæti þetta þýsk ættaða kartöflusalat.
Lostæti þetta þýsk ættaða kartöflusalat. Ljósmynd/Ingunn Mjöll

Þjóðverjar eru mikið fyrir alls konar salöt og eru kartöflu salötin engin undanþága þar á og uppskriftirnar óteljandi. Hérna kemur ein þeirra sem Ingunn Mjöll uppskriftahöfundur deildi á uppskriftasíðu sinni Íslandsmjöll í byrjun febrúar. Þetta er frábært meðlæti með steikum, pylsum, fiskréttum og því sem ykkur finnst gott.

Þjóðverjar eru mikið fyrir alls konar salöt og eru kartöflu salötin engin undanþága þar á og uppskriftirnar óteljandi. Hérna kemur ein þeirra sem Ingunn Mjöll uppskriftahöfundur deildi á uppskriftasíðu sinni Íslandsmjöll í byrjun febrúar. Þetta er frábært meðlæti með steikum, pylsum, fiskréttum og því sem ykkur finnst gott.

Þýsk ættað kartöflusalat

  • 500 g kartöflur soðnar og flysjaðar
  • 1 laukur, fínt saxaður
  • Nokkrar súrar gúrkur, fínt saxaðar
  • 200 g gúrku relish
  • 250 ml majónes
  • 2-3 msk. Dijon sinnep
  • 1-2 msk. edik
  • Svartur pipar, eftir smekk

Aðferð:

  1. Skerið kartöflurnar í hæfilega stóra bita.
  2. Hrærið saman majónes, sinnep og ediki.
  3. Bætið við lauk, súrum gúrkum, gúrku relish og loks kartöflubitunum.
  4. Kryddið til með pipar.
  5. Berið fram með því sem hugurinn girnist sem og matarhjartað.
mbl.is