Bleikir sælkeraréttir Jönu með hollu ívafi

Uppskriftir | 17. október 2023

Bleikir sælkeraréttir Jönu með hollu ívafi

Í tilefni þess að bleiki dagurinn er fram undan á föstudaginn næstkomandi verða birtar út vikuna ein uppskrift á dag með bleiku þema og stundum fleiri. Þetta er hvatning til lesenda til að standa fyrir bleiku kaffihlaðborði eða bleikum kræsingum föstudaginn 20. október svo að allar konur sem greinst hafa með krabbamein finni fyrir stuðningi landsmanna og samstöðu. 

Bleikir sælkeraréttir Jönu með hollu ívafi

Uppskriftir | 17. október 2023

Bleikir nammibitar Kristjönu Steingrímsdóttur eiga vel við á bleika deginum.
Bleikir nammibitar Kristjönu Steingrímsdóttur eiga vel við á bleika deginum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Í tilefni þess að bleiki dagurinn er fram undan á föstudaginn næstkomandi verða birtar út vikuna ein uppskrift á dag með bleiku þema og stundum fleiri. Þetta er hvatning til lesenda til að standa fyrir bleiku kaffihlaðborði eða bleikum kræsingum föstudaginn 20. október svo að allar konur sem greinst hafa með krabbamein finni fyrir stuðningi landsmanna og samstöðu. 

Í tilefni þess að bleiki dagurinn er fram undan á föstudaginn næstkomandi verða birtar út vikuna ein uppskrift á dag með bleiku þema og stundum fleiri. Þetta er hvatning til lesenda til að standa fyrir bleiku kaffihlaðborði eða bleikum kræsingum föstudaginn 20. október svo að allar konur sem greinst hafa með krabbamein finni fyrir stuðningi landsmanna og samstöðu. 

Að þessu sinni er það Kristjana Steingrímsdóttir heilsumarkþjálfi með meiru, alla jafna kölluð Jana, sem deilir með lesendum nokkrum uppskriftum af bleikum smáréttum sem gleðja bæði augu og munn. Jana segist taka þátt í bleika deginum ásamt fjölskyldu sinni með því að vera með bleikt boð með sælkerakræsingum. 

Kristjana Steingrímsdóttir, alla jafna kölluð Jana, ætlar að halda upp …
Kristjana Steingrímsdóttir, alla jafna kölluð Jana, ætlar að halda upp á bleika daginn og bjóða upp á holla og bleika smárétti sem gleðja bæði auga og munn. mbl.is/Kristinn Magnússon

Mun minnast tengdamóður sinnar á bleika daginn

Ég mun pottþétt halda upp á daginn og hugsa til þeirra sem eru að berjast við krabbamein og minnast þeirra sem hafa farið. Við fjölskyldan munum sérstaklega minnast elsku yndis tengdamóður minnar sem lét lifið eftir stutta baráttu við krabbamein í febrúar á þessu ári, svo málstaðurinn stendur okkur nærri,“ segir Jana.

Ég ætla að gera nokkra bleika rétti, meðal annars  bleika nammibita, bleikan salatost og bleikan rauðrófuhummus. Loks verð ég með einn ljósbleikan hummus með sólþurrkuðum tómötum. Svo það verður allt bleikt hjá mér á föstudaginn,“ segir Jana með bros á vör. Það má með sanni segja að þetta séu bleikir smáréttir með hollu ívafi.

Bleikir hummusar þar sem hollustan er í fyrirrúmi.
Bleikir hummusar þar sem hollustan er í fyrirrúmi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bleikir nammibitar

  • 3 bollar kókosmjöl
  • 1 bolli möndlumjöl 
  • ½  bolli akasíu Hunang
  • 2-3 msk. brædd kókosolía
  • 1 msk. möndlusmjör
  • 1 tsk. vanilla
  • 1 tsk. rauðrófuduft
  • Smá salt 

Aðferð:

  1. Öllu blandað saman í kraftmikilli matvinnsluvél.
  2. Þegar deigið er vel blandað saman setjið þá deigið á form klætt með bökunarpappír um það bil 15 cm *15 cm.
  3. Þjappið því vel niður og frystið í 1-2 klukkustundir. 
  4. Skerið í litla passlega bita. 
  5. Skemmtilegt að bræða hvítt súkkulaði og skreyta með eða skreyta með ferskum berjum og blómum.

Hrærður “Whipped” bleikur salatostur ( fetaostur)

  • 1 krukka laktósafrír salatostur frá Arna (hellið olíunni)
  • 1-2 rauðrófur (fer eftir stærð) flysjaðar og skornar í bita, um það bil 100-150 g
  • ½ msk. cumin duft

Aðferð:

  1. Setjið saman í góða matvinnsluvél og hrærið vel saman þar til þetta er orðið silkimjúkt og með áferð líkt og hummus.

Bleikur rauðrófu hummus

  • 1 dós kjúklingabaunir, tæmdu allt nema nokkrar matskeiðar af vökva sem hægt er að nota til að þynna hummusinn
  • 1 meðalstór fersk rauðrófa, afhýdd og skorin í bita
  • 1 hvítlauksrif
  • börkur og safi úr ½ miðlungs sítrónu
  • 3 msk. tahini (sesamsmjör)
  • 2-3 msk. safi úr kjúklingabaunum
  • 2-3 msk. ólífuolía
  • 1 tsk. tamari sósa
  • 1 tsk. cumin duft
  • 1 tsk. malað kóríander
  • ¼ tsk. salt
  • ¼ tsk. chilli duft

Aðferð:

  1. Setjið allt saman í góða matvinnsluvél og hrærið vel saman þar til þetta er orðinn silkimjúkur hummus.

Ljósbleikur hummus með sólþurrkuðum tómötum

  • 1 dós kjúklingabaunir, tæmið allt nema nokkrar matskeiðar af vökva sem hægt er að nota til að þynna hummusinn
  • ½ bolli sólþurrkaðir tómatar
  • 1 hvítlauksrif
  • Börkur og safi úr ½ miðlungs sítrónu
  • 3 msk. tahini (sesamsmjör)
  • 2-3 msk. olía frá tómötunum
  • 1 tsk. tamari sósa
  • 1 tsk. cumin duft
  • 1 tsk. malað kóríander
  • ½ tsk. paprikuduft
  • ¼ tsk. salt
  • Svartur pipar eftir smekk

Aðferð:

  1. Setjið saman í góða matvinnsluvél og hrær saman þar til þetta er orðinn silkimjúkur hummus.
  2. Berið réttina fram með fallegu bleiku þema og meðlæti sem á við og njótið vel.
mbl.is