Ástarpungar og karamellu-brownies-kökur

Uppskriftir | 6. október 2023

Ástarpungar og karamellu-brownies-kökur

Finnur Guðberg Ívarsson, bakaranemi í Hótel- og matvælaskólanum í MK, býður upp á dýrindisuppskriftir að bakkelsi fyrir komandi helgi. Þetta eru meðal annars ástarpungar og hins vegar karamellu-brownies-smákökur sem kitla bragðlaukana.

Ástarpungar og karamellu-brownies-kökur

Uppskriftir | 6. október 2023

Finnur Guðberg Ívarsson er Íslandsmeistari ungra bakara og býður upp …
Finnur Guðberg Ívarsson er Íslandsmeistari ungra bakara og býður upp á dýrindisuppskriftir að bakkelsi fyrir helgarbaksturinn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Finnur Guðberg Ívarsson, bakaranemi í Hótel- og matvælaskólanum í MK, býður upp á dýrindisuppskriftir að bakkelsi fyrir komandi helgi. Þetta eru meðal annars ástarpungar og hins vegar karamellu-brownies-smákökur sem kitla bragðlaukana.

Finnur Guðberg Ívarsson, bakaranemi í Hótel- og matvælaskólanum í MK, býður upp á dýrindisuppskriftir að bakkelsi fyrir komandi helgi. Þetta eru meðal annars ástarpungar og hins vegar karamellu-brownies-smákökur sem kitla bragðlaukana.

Finnur er Íslandsmeistari ungra bakara, aðeins 18 ára gamall, sem er stórkostlegur árangur. Einnig gerðu hann og félagi hans sér lítið fyrir og hlutu fjórða sæti í heimsmeistarakeppni ungra bakara í Berlín í fyrra. Nú síðast hlaut Finnur viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í keppni í bakaraiðn á Evrópumóti iðn-, verk- og tæknigreina, Euroskills, sem haldin var í Gdansk í Póllandi í september síðastliðnum. Finnur er jafnframt í landsliði íslenskra bakara og fram undan er heimsmeistaramót bakara sem haldið verður í München, 23. október næstkomandi og það verður spennandi að fylgjast með gengi liðsins þar.

Mikil listsköpun í faginu

Finnur hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir hæfileika sína í bakstri og „pastry“-gerð. „Ég byrjaði mjög ungur að árum að vinna í bakaríi og fann ástríðu mína fljótt í bakstrinum. Mér finnst gaman að skapa, það er mikil listsköpun sem fylgir þessu fagi. Það er eitthvað sem ég vil gera mikið af, gera þessar listrænu útfærslur og gleðja bæði auga og munn.“

Ástarpungarnir eru eitt af því sem Finnur elskar að baka því þeir hafa líka tilfinningalegt gildi fyrir hann. „Þessi uppskrift minnir mig rosalega á ömmu. Hún var alltaf með heita ástarpunga þegar við komum í heimsókn. Hún lagaði mikið í einu og setti í litla poka og inn í frysti og skellti svo í örbylgjuna um leið og við hringdum bjöllunni,“ segir Finnur og vonar að lesendum líki þessar kræsingar fyrir helgarbaksturinn.

Ástarpungarnir hans Finns eru ómótstæðilega girnilegir og minna Finn á …
Ástarpungarnir hans Finns eru ómótstæðilega girnilegir og minna Finn á ömmu hans því hún bauð ávallt upp á ástarpunga þegar hann kom í heimsókn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ömmu-ástarpungar

  • 420 g hveiti
  • 220 g sykur
  • 1 ½ tsk. lyftiduft
  • ½ tsk. natron
  • ½ tsk. hjartasalt
  • 1 stk. egg
  • 250 g mjólk
  • 150 g rúsínur

Aðferð:

Byrjið á því að setja olíu í pott og hita hana á meðan deigið er lagað, það er best.

Setjið síðan mjólk og egg í botninn á hrærivélarskál þegar þið byrjið á því að laga deigið, það er best. S

íðan setjið þið restina ofan á og vinnið saman í marsa.

Þegar komið er að því að steikja ástarpungana er annaðhvort hægt að mæla hitann á olíunni, en hitinn á að vera 175°C, eða prufið að setja deig ofan í með 2 teskeiðum og sjáið hvort olían freyðir og deigið flýtur upp.

Búið síðan til ástarpunga með tveim teskeiðum og setjið nokkrar í einu út í olíuna og steikið þar til deigið klárast.

Passið að setja deigið ekki of þétt saman í olíuna.

Karamellu-brownies-smákökur

  • 110 g smjör
  • 170 g suðusúkkulaði
  • 8 g vanilludropar
  • 30 g volgt vatn
  • 2 stk. egg
  • 150 g sykur
  • 100 g púðursykur
  • 145 g hveiti
  • 1 tsk. lyftiduft
  • 14 g kakó
  • ½ tsk. salt
  • 100 g hörð karamella, söxuð, sjá uppskrift fyrir neðan

Aðferð:

Hitið ofninn í 180°C hita.

Bræðið smjör þar til það fer að brúnast, tekur um það bil 6 til 8 mínútur.

Hrærið inn á milli.

Á meðan smjörið bráðnar brjótið þá súkkulaðið niður í skál með vanilludropunum og vatninu.

Þegar smjörið er tilbúið hellið því þá yfir súkkulaðið og hrærið saman.

Á meðan blandan kólnar þeytið þá eggin og allan sykurinn saman þar til blandan hefur tvöfaldast í stærð.

Bætið síðan súkkulaðiblöndunni varlega saman við með sleikju og því næst þurrefnunum og síðast saxaðri karamellunni.

Setjið síðan deigið á smjörpappír með tveimur matskeiðum, gott að strá smá grófu salti yfir.

Bakið í um það bil 10 til 12 mínútur.

Hörð karamella

  • 70 g sykur
  • 60 smjör

Aðferð:

  1. Bræðið saman sykur og smjör í potti þar til blandan verður eins og karamella á litinn.
  2. Látið blönduna síðan á smjörpappír og látið harðna.
Karamellu-brownies kökurnar hans Finns eru syndsamlega góðar og steinliggja með …
Karamellu-brownies kökurnar hans Finns eru syndsamlega góðar og steinliggja með helgarkaffinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is