Breyttu um stíl með litlu veseni

Fatastíllinn | 5. nóvember 2023

Breyttu um stíl með litlu veseni

Það þarf ekki alltaf að kaupa nýjan kjól eða peysu til að breyta til. Nýtt hárskraut getur gjörbylt útlitinu. Ekki hugsa endilega um hallærislega hatta sem eiga bara heima í konunglegum jarðarförum eða spangir sem Blair Waldorf úr Gossip Girl á í fataskápnum sínum.

Breyttu um stíl með litlu veseni

Fatastíllinn | 5. nóvember 2023

Hárskraut og hattar skipta máli.
Hárskraut og hattar skipta máli. Samsett mynd

Það þarf ekki alltaf að kaupa nýjan kjól eða peysu til að breyta til. Nýtt hárskraut getur gjörbylt útlitinu. Ekki hugsa endilega um hallærislega hatta sem eiga bara heima í konunglegum jarðarförum eða spangir sem Blair Waldorf úr Gossip Girl á í fataskápnum sínum.

Það þarf ekki alltaf að kaupa nýjan kjól eða peysu til að breyta til. Nýtt hárskraut getur gjörbylt útlitinu. Ekki hugsa endilega um hallærislega hatta sem eiga bara heima í konunglegum jarðarförum eða spangir sem Blair Waldorf úr Gossip Girl á í fataskápnum sínum.

Það má vera með skart í hárinu, litríkar klemmur og þykkar teygjur. Fyrir fólk sem er djarft má nota mjög ýkta aukahluti til að draga athyglina að hárinu. Borðar eru til dæmis ekki bara til að skreyta jólapakka – það má nota þá í hárið líka. Hattar og húfur eru svöl og ekki bara til að halda skallanum hlýjum í vetur. Spangir koma sterkar inn og klútar eru ekki bara til að halda svitanum frá enninu á Tenerife. Prófaðu þig áfram, því meira því betra.

Sarah Jessica Parker með hárborða alla leið frá New York …
Sarah Jessica Parker með hárborða alla leið frá New York til Reykjavíkur. Enginn tók eftir kjólnum en allir horfðu á hárskrautið. AFP
Blómaklemma sem setur tóninn. Þessi fæst í Lindex og kostar …
Blómaklemma sem setur tóninn. Þessi fæst í Lindex og kostar 1.899 krónur.
Silkiteygjur sem lífga upp á lífið. Þessar fást fimm í …
Silkiteygjur sem lífga upp á lífið. Þessar fást fimm í pakka á Beautybarnum og kosta 6.980 krónur.
Tónlistarkonan Bríet kann að fara alla leið. Hér er hún …
Tónlistarkonan Bríet kann að fara alla leið. Hér er hún með hatt í stærri kantinum. Skjáskot/Instagram
Stórglæsilegt hárskraut frá Vivienne Westwood fyrir þá sem þora.
Stórglæsilegt hárskraut frá Vivienne Westwood fyrir þá sem þora. AFP
Spangirnar gerast ekki fallegri. Þessi er frá Aurum og kostar …
Spangirnar gerast ekki fallegri. Þessi er frá Aurum og kostar 69.900 krónur.
Litríkur klútur sem hægt er að leika sér með. Þessi …
Litríkur klútur sem hægt er að leika sér með. Þessi fæst í Zara og kostar 2.295 krónur.
mbl.is