Fleiri munu látast í hitabylgjum á næstu árum

Loftslagsvá | 15. nóvember 2023

Fleiri munu látast í hitabylgjum á næstu árum

Líklega munu fimm sinnum fleiri láta lífið í hitabylgjum á næstu áratugum, samkvæmt mati alþjóðlegs hóps sérfræðinga. Í árlegu mati hópsins segir að ef ekki verði gripið til aðgerða sé heilsa mannkyns í alvarlegri hættu.

Fleiri munu látast í hitabylgjum á næstu árum

Loftslagsvá | 15. nóvember 2023

Loftmynd sem tekin var þann 6. október af bátum sem …
Loftmynd sem tekin var þann 6. október af bátum sem voru strand við Puraquequara-vatnið í Manaus, Brasilíu, þegar hitabylgja reið yfir Suður-Ameríku. AFP/Michael Dantas

Líklega munu fimm sinnum fleiri láta lífið í hitabylgjum á næstu áratugum, samkvæmt mati alþjóðlegs hóps sérfræðinga. Í árlegu mati hópsins segir að ef ekki verði gripið til aðgerða sé heilsa mannkyns í alvarlegri hættu.

Líklega munu fimm sinnum fleiri láta lífið í hitabylgjum á næstu áratugum, samkvæmt mati alþjóðlegs hóps sérfræðinga. Í árlegu mati hópsins segir að ef ekki verði gripið til aðgerða sé heilsa mannkyns í alvarlegri hættu.

Um er að ræða árlegt mat sem ber yfirskriftina The Lancet Countdown, en matið er unnið af leiðandi vísindamönnum og stofnunum. 

Vísindamennirnir vara við því að tíðir þurrkar muni valda hungursneyð hjá milljónum manna.

Jafnframt segir þar að moskítóflugur, sem nú dreifa sér lengra en nokkru sinni fyrr, muni bera með sér smitsjúkdóma og að heilbrigðiskerfi heimsins muni eiga í erfiðleikum með að takast á við álagið. 

Matið kemur á ári, sem búist er við að verði heitasta ár mannkynssögunnar, en í síðustu viku greindi loftslagseftirlit Evrópu frá því að síðasti mánuður hefði verið hlýjasti októbermánuður sem mælst hefur. 

mbl.is