Hlýnun jarðar í fyrsta sinn yfir tveimur gráðum

Loftslagsvá | 20. nóvember 2023

Hlýnun jarðar í fyrsta sinn yfir tveimur gráðum

Meðalhitastig jarðar mældist í fyrsta sinn á föstudaginn meira en tveimur stigum hærra en fyrir iðnbyltinguna.

Hlýnun jarðar í fyrsta sinn yfir tveimur gráðum

Loftslagsvá | 20. nóvember 2023

Fólk kælir sig niður í almenningsgarðinum Madureira í brasilísku borginni …
Fólk kælir sig niður í almenningsgarðinum Madureira í brasilísku borginni Rio de Janeiro um síðustu helgi. AFP/Tercio Teixeira

Meðalhitastig jarðar mældist í fyrsta sinn á föstudaginn meira en tveimur stigum hærra en fyrir iðnbyltinguna.

Meðalhitastig jarðar mældist í fyrsta sinn á föstudaginn meira en tveimur stigum hærra en fyrir iðnbyltinguna.

Loftslagsstofnun ESB, Kópernikus, greindi frá þessu.

Vegna óvenjumikils hita er búist við því að 2023 verði heitasta ár sögunnar. Þurrkar, miklir skógareldar og stormar hafa valdið usla víða um heim það sem af er ári.

Föstudaginn síðasta mældist hitastig jarðar 2,06 stigum yfir meðaltalinu fyrir iðnbyltinguna, að sögn Samantha Burgess, yfirmanns Kópernikusar.

„Þetta var fyrsti dagurinn þar sem hitastig heimsins var meira en 2 stigum hærra en það var á árunum 1850 til 1900,” bætti hún við á X.

Fólk á gangi á Copacabana-strönd í hitabylgju í brasilísku borginni …
Fólk á gangi á Copacabana-strönd í hitabylgju í brasilísku borginni Rio de Janeiru um helgina. AFP/Terrcio Teixeira

Í Parísarsáttmálanum frá árinu 2015 kvað á um að reynt yrði að halda hækkandi meðalhitastigi jarðar „vel undir” 2 stigum hærra en það var fyrir iðnbyltinguna. Stefnt var að því að hitastigið hækkaði ekki um meira en 1,5 stig. 

Það að hitastigið hafi farið yfir tvö stig í einn dag þýðir ekki að farið hafi verið yfir Parísar-þröskuldinn, þar sem breytingarnar á hitastigi eru mældar á áratugum.

Í dag er talið að jörðin hafi hlýnað um næstum 1,2 stig miðað við meðaltal áranna 1850 til 1900.

mbl.is