Næstum 100 farist í flóðum

Loftslagsvá | 23. nóvember 2023

Næstum 100 farist í flóðum

Næstum 100 manns hafa farist í miklum flóðum í Sómalíu í Afríku. Hamfarirnar hafa haft áhrif á næstum tvær milljónir manna, að sögn ríkisstjórnar landsins.

Næstum 100 farist í flóðum

Loftslagsvá | 23. nóvember 2023

Byggingaverkamenn að störfum í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu.
Byggingaverkamenn að störfum í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu. AFP/Hassan Ali Elmi

Næstum 100 manns hafa farist í miklum flóðum í Sómalíu í Afríku. Hamfarirnar hafa haft áhrif á næstum tvær milljónir manna, að sögn ríkisstjórnar landsins.

Næstum 100 manns hafa farist í miklum flóðum í Sómalíu í Afríku. Hamfarirnar hafa haft áhrif á næstum tvær milljónir manna, að sögn ríkisstjórnar landsins.

Sómalía, líkt og nágrannaþjóðirnar, hafa barist við miklar rigningar og flóð stuttu eftir að þurft að glíma við þurrkatímabil sem olli því að milljónir manna voru á barmi hungursneyðar.

Fyrr í þessum mánuði lýsti ríkisstjórn Sómalíu yfir neyðarástandi vegna flóðanna, sem hafa orðið til þess að um 700 þúsund manns hafa misst heimili sín. Einnig hafa heilu hverfin lent í flóðunum ásamt ræktuðu landi, auk þess sem brýr hafa eyðilagst.

mbl.is