Draumatertan að hætti Húsó með aðventukaffinu

Uppskriftir | 2. desember 2023

Draumatertan að hætti Húsó með aðventukaffinu

Fyrsti sunnudagur í aðventu er rétt handan við hornið og þá er lag að skella í eina draumatertu. Eins og hefð er fyrir á mat­ar­vefn­um á laug­ar­dags­morgn­um eru birtar Húsó-uppskriftir sem koma úr hinu fræga eld­húsi í Hús­stjórn­ar­skól­an­um við Sól­valla­götu. Að þessu sinni opinberar Marta María Arnarsdóttir skólameistari uppskriftina að Draumatertunni sem er í uppáhaldi hjá nemendum, bæði fyrrverandi og núverandi sem og öllum þeim sem fá að smakka. Bragðið er draumi líkast og þvílík sælkeraterta sem þessi er.

Draumatertan að hætti Húsó með aðventukaffinu

Uppskriftir | 2. desember 2023

Draumatertan á vel við fyrsta í aðventu, hátíðleg og ómótstæðilega …
Draumatertan á vel við fyrsta í aðventu, hátíðleg og ómótstæðilega ljúffeng. Gott að fá sér heitt súkkulaði með. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fyrsti sunnudagur í aðventu er rétt handan við hornið og þá er lag að skella í eina draumatertu. Eins og hefð er fyrir á mat­ar­vefn­um á laug­ar­dags­morgn­um eru birtar Húsó-uppskriftir sem koma úr hinu fræga eld­húsi í Hús­stjórn­ar­skól­an­um við Sól­valla­götu. Að þessu sinni opinberar Marta María Arnarsdóttir skólameistari uppskriftina að Draumatertunni sem er í uppáhaldi hjá nemendum, bæði fyrrverandi og núverandi sem og öllum þeim sem fá að smakka. Bragðið er draumi líkast og þvílík sælkeraterta sem þessi er.

Fyrsti sunnudagur í aðventu er rétt handan við hornið og þá er lag að skella í eina draumatertu. Eins og hefð er fyrir á mat­ar­vefn­um á laug­ar­dags­morgn­um eru birtar Húsó-uppskriftir sem koma úr hinu fræga eld­húsi í Hús­stjórn­ar­skól­an­um við Sól­valla­götu. Að þessu sinni opinberar Marta María Arnarsdóttir skólameistari uppskriftina að Draumatertunni sem er í uppáhaldi hjá nemendum, bæði fyrrverandi og núverandi sem og öllum þeim sem fá að smakka. Bragðið er draumi líkast og þvílík sælkeraterta sem þessi er.

Draumatertan

Döðlusúkkulaðibotnar

Botnar 2 stk.

  • 3 egg
  • ¾ bolli sykur
  • 2 bollar döðlur, smátt saxaðar
  • 100 g saxað súkkulaði
  • ¾ bolli hveiti
  • 1 tsk. lyftiduft                        

Aðferð:

  1. Þeytið egg og sykur létt og ljóst.
  2. Blandið saman hveiti, lyftidufti, döðlum og súkkulaði og blandið varlega saman við þeyttu eggjablönduna.
  3. Setjið í tvö springform eða önnur hringlaga form (24-26 sm) klædd með bökunarpappír.
  4. Bakið við 175-180°C í u.þ.b. 10-15 mínútur. 
  5. Kælið.

Marens

Botnar 2 stk.

  • 4 eggjahvítur
  • 200 g sykur

Aðferð:

  1. Stífþeytið eggjahvítur og sykur mjög vel.
  2. Teiknið 2 hringi á bökunarpappír, jafnstóra og formið undan döðlubotnunum.
  3. Smyrjið marensinum jafnt á pappírinn.
  4. Bakið við 130°C í u.þ.b. 1 klukkustund.
  5. Leyfið botnunum að kólna í ofninum.

Eggjakrem

Fyrir 2 tertur

  • 4 eggjarauður
  • 3 msk. sykur
  • 2 ½ dl rjómi

Aðferð:

  1. Þeytið rjómann.
  2. Þeytið eggjarauður og sykur saman, létt og ljóst.
  3. Blandið síðan þeytta rjómanum varlega saman við.


Samsetning

  1. Setjið döðlubotn á fat, má t.d. bleyta hann aðeins upp með sérrí eða ávaxtasafa.
  2. Sneiðið 1-2 banana og raðið ofan á botninn. (3-4 bananar á tvær tertur).
  3. Setjið eggjakremið þar yfir.
  4. Setjið svo marensbotn yfir eggjakremið.
  5. Þeytið 2 og ½ dl af rjóma á hverja köku. (5 dl samanlagt á tvær) og smyrjið yfir.
  6. Frystið nú kökuna/kökurnar tvær.
  7. Hæfilegt er að taka kökuna úr frosti um 2-3 klukkustundum áður en hún er borin á borð.
  8. Þá þarf strax að búa til súkkulaðibráð sem sett er yfir kökuna þegar hún er tekin úr frosti.

Súkkulaðibráð

Fyrir tvær tertur

  • 400 g suðusúkkulaði – brætt yfir gufu, eða í örbylgjuofni. Passið að ofhita það ekki.
  • 4 msk. þeyttur rjómi
  • 4 eggjarauður
  • 8 msk. vatn

Aðferð:

  1. Hrærið eggjarauðum og vatni saman við súkkulaðið, einnig rjómann.
  2. Blandið vel saman.
  3. Hellið kreminu síðan yfir kökuna og setjið hana í kæli um stund, eða í frysti.
  4. Skera má kökuna í sneiðar og skreyta hana sem stakar tertusneiðar, t.d. með rjómatopp, súkkulaðiskrauti og blæjuberi, eða bera hana fram heila skreytta með rjóma.
  5. Geymist vel í frosti – tilbúin.
mbl.is