180 nöfn tengd Epstein verði birt

Jeffrey Epstein | 20. desember 2023

180 nöfn tengd Epstein verði birt

Dómari hefur fyrirskipað að dómstóll í bandaríska ríkinu New York birti nöfn 180 manns, þar á meðal fórnarlömb, samstarfsmenn og grunaða vitorðsmenn kynferðisbrotamannsins Jeffrey Epstein.

180 nöfn tengd Epstein verði birt

Jeffrey Epstein | 20. desember 2023

Ljósmynd af Ghislaine Maxwell og Jeffrey Epstein.
Ljósmynd af Ghislaine Maxwell og Jeffrey Epstein. AFP

Dómari hefur fyrirskipað að dómstóll í bandaríska ríkinu New York birti nöfn 180 manns, þar á meðal fórnarlömb, samstarfsmenn og grunaða vitorðsmenn kynferðisbrotamannsins Jeffrey Epstein.

Dómari hefur fyrirskipað að dómstóll í bandaríska ríkinu New York birti nöfn 180 manns, þar á meðal fórnarlömb, samstarfsmenn og grunaða vitorðsmenn kynferðisbrotamannsins Jeffrey Epstein.

Auðjöfurinn Epstein framdi sjálfsvíg í fangelsi árið 2019 skömmu áður en réttarhöld áttu að hefjast yfir honum. 

Dómarinn Loretta Preska fyrirskipaði um nafnbirtinguna vegna meiðyrðamáls á milli Ghislaine Maxwell, fyrrverandi samverkakonu Epsteins, sem var dæmd í 20 ára fangelsi í fyrra, og Virginiu Giuffre sem sakaði þau um kynferðisbrot.

Dómarinn lagði fram skjöl með málum um 180 manns, sem sumir eru undir dulnefni, þar sem þess er krafist að nöfn þeirra verði birt opinberlega innan 14 daga, eða í byrjun janúar.

mbl.is