Andrés mun hvetja dómara til að vísa málinu frá

Jeffrey Epstein | 4. janúar 2022

Andrés mun hvetja dómara til að vísa málinu frá

Lögmenn Andrésar Bretaprins ætla að hvetja dómara fyrir rétti í New York til að vísa frá máli sem var höfðað gegn honum í Bandaríkjunum fyrir meint kynferðisbrot.

Andrés mun hvetja dómara til að vísa málinu frá

Jeffrey Epstein | 4. janúar 2022

Andrés Bretaprins í apríl í fyrra.
Andrés Bretaprins í apríl í fyrra. AFP

Lögmenn Andrésar Bretaprins ætla að hvetja dómara fyrir rétti í New York til að vísa frá máli sem var höfðað gegn honum í Bandaríkjunum fyrir meint kynferðisbrot.

Lögmenn Andrésar Bretaprins ætla að hvetja dómara fyrir rétti í New York til að vísa frá máli sem var höfðað gegn honum í Bandaríkjunum fyrir meint kynferðisbrot.

Lögmennirnir eru sagðir ætla að halda því fram að sáttmáli á milli auðjöfursins Jeffrey Epstein og Virginiu Giuffre, sem lagði fram ásakanirnar á hendur prinsinum, verndi Andrés fyrir málsókn.

Málið verður tekið fyrir síðar í dag þar sem fulltrúar Andrésar og Giuffre verða viðstaddir í gegnum fjarfundabúnað. 

mbl.is