JP Morgan Chase nær sátt í Epstein-máli

Jeffrey Epstein | 12. júní 2023

JP Morgan Chase nær sátt í Epstein-máli

JP Morgan Chase hefur náð sátt í meginatriðum í hópmálsókn sem fórnarlömb Jeffrey Epstein höfðuðu gegn bankanum.

JP Morgan Chase nær sátt í Epstein-máli

Jeffrey Epstein | 12. júní 2023

Jeffrey Epstein.
Jeffrey Epstein. AFP

JP Morgan Chase hefur náð sátt í meginatriðum í hópmálsókn sem fórnarlömb Jeffrey Epstein höfðuðu gegn bankanum.

JP Morgan Chase hefur náð sátt í meginatriðum í hópmálsókn sem fórnarlömb Jeffrey Epstein höfðuðu gegn bankanum.

„Báðir aðilar telja að þetta samkomulag þjóni öllum vel sem að málinu koma, sérstaklega fórnarlömbum hryllilegrar misnotkunar Epsteins,“ sagði í sameiginlegri yfirlýsingu.

Engar frekari upplýsingar um upphæðir voru gefnar í yfirlýsingunni, þar sem kom fram að dómstóll þurfi að samþykkja sáttina sem náðist.

JPMorgan Chase í New York.
JPMorgan Chase í New York. AFP/Michael M. Santiago

Deutsche Bank náði sams konar sátt í maí, en auðjöfurinn Epstein lést í fangelsi árið 2019.

Báðir bankarnir stunduðu viðskipti við Epstein á sínum tíma.

„Þetta hefur tekið langan tíma, of langan tíma, en dagurinn í dag er frábær fyrir fórnarlömb Jeffrey Epstein og frábær dagur fyrir réttlætið,“ sagði David Boies hjá lögfræðistofunni Boies Schiller og Flexner sem starfaði fyrir hönd fórnarlamba Epsteins í málarekstrinum gegn báðum bönkunum.

JP Morgan Chase sagðist sjá eftir samskiptum sínum við Epstein. „Við skiljum það öll núna að hegðun Epstein var hryllileg,“ sagði talsmaður bankans.

mbl.is