Gætu birt nöfn 200 sem tengjast Epstein í dag

Jeffrey Epstein | 2. janúar 2024

Gætu birt nöfn 200 sem tengjast Epstein í dag

Listi með nöfnum 200 einstaklinga úr dómsskjölum vegna mansalshrings Jeffreys Epsteins og Ghislaine Maxwell verður hugsanlega birtur í dag þegar frestur rennur út til að andmæla nafnabirtingunum.

Gætu birt nöfn 200 sem tengjast Epstein í dag

Jeffrey Epstein | 2. janúar 2024

Samsett mynd af Ghislaine Maxwell og Jeffrey Epstein.
Samsett mynd af Ghislaine Maxwell og Jeffrey Epstein. AFP

Listi með nöfnum 200 einstaklinga úr dómsskjölum vegna mansalshrings Jeffreys Epsteins og Ghislaine Maxwell verður hugsanlega birtur í dag þegar frestur rennur út til að andmæla nafnabirtingunum.

Listi með nöfnum 200 einstaklinga úr dómsskjölum vegna mansalshrings Jeffreys Epsteins og Ghislaine Maxwell verður hugsanlega birtur í dag þegar frestur rennur út til að andmæla nafnabirtingunum.

Breska blaðið The Guardian greinir frá þessu en nöfnin voru fjarlægð úr dómsskjölunum. Maxwell hlaut 20 ára fangelsisdóm árið 2022 fyrir að aðstoða Epstein við að brjóta kynferðislega gegn unglingsstúlkum og afplánar hún dóminn í fangelsi í Flórída í Bandaríkjunum.

Epstein svipti sig lífi í fangelsi í í New York árið 2019 þegar hann beið réttarhalda. Hann var sakaður um um kynferðisbrot gegn mörgum börnum. Niðurstaða krufningar á líki Epsteins leiddi í ljós að hann hafi tekið eigið líf með því að hengja sig en Maxwell hefur haldið því fram að Epstein hafi verið myrtur í fangelsinu.

mbl.is