Bresk heilsudrottning í íslenskri hönnun

Fatastíllinn | 19. janúar 2024

Bresk heilsudrottning í íslenskri hönnun

Breska heilsudrottningin Ella Woodward, sem oft er kennd við samnefnt vörumerki sitt Deliciously Ella, birti á dögunum mynd af sér í íslenskri hönnun eftir fatahönnuðinn Hildi Yeoman. 

Bresk heilsudrottning í íslenskri hönnun

Fatastíllinn | 19. janúar 2024

Glæsileg í íslenskri hönnun!
Glæsileg í íslenskri hönnun! Skjáskot/Instagram

Breska heilsudrottningin Ella Woodward, sem oft er kennd við samnefnt vörumerki sitt Deliciously Ella, birti á dögunum mynd af sér í íslenskri hönnun eftir fatahönnuðinn Hildi Yeoman. 

Breska heilsudrottningin Ella Woodward, sem oft er kennd við samnefnt vörumerki sitt Deliciously Ella, birti á dögunum mynd af sér í íslenskri hönnun eftir fatahönnuðinn Hildi Yeoman. 

Woodward hefur vakið heimsathygli fyrir uppskriftabækur og heilsuvörur sem hún framleiðir og er með yfir 2,4 milljónir fylgjenda á Instagram. 

Hún birti mynd af sér í setti frá Yeoman á dögunum, en myndin birtist í færslu þar sem hún fór yfir það sem hún hefur áorkað fyrstu vikurnar á árinu. Þar sést hún í myndatöku klædd í „Neon Peal“ topp sem kostar 41.900 kr. og buxur úr sömu línu sem kosta 39.900 kr. 

Við myndina skrifaði Woodward: „Að komast út fyrir þægindarammann minn. Það er stóra markmiðið mitt á þessu ári svo ég geti virkt umfang Deliciously Ella og dreift verkefni okkar um „meiri plöntur“ eins langt og hægt er.“

Önnur mynd af Woodward í settinu sem hún birti í …
Önnur mynd af Woodward í settinu sem hún birti í story á Instagram. Skjáskot/Instagram

Stjörnurnar elska grænan

Flíkur í grænum lit frá Yeoman virðast vera í sérstöku uppáhaldi meðal stjarnanna, en bandaríska söngkonan Kehlani vakti mikla athygli þegar hún mætti í grænu setti frá Yeoman í opnunarteiti tískuvikunnar í Lundúnum árið 2021. Þá vakti ofurfyrirsætan Ashley Graham einnig mikla lukku þegar hún mætti í spjallþáttinn Live with Kelly and Mark í grænum kjól eftir Hildi, en þess má geta að kjóllinn er í sama mynstri og sett Woodward.

mbl.is