Fagurkerar keyptu 192.200.000 kr. einbýli í Fossvogi

Heimili | 13. febrúar 2024

Fagurkerar keyptu 192.200.000 kr. einbýli í Fossvogi

Alma Ösp Arnórsdóttir og Snorri Freyr Fairweather eru þekkt smekkfólk sem hefur gert upp nokkur falleg hús sem hafa ratað í fjölmiðla. Nú hafa þau keypt nýtt hús sem þarfnast ástar og umhyggju. Um er að ræða einbýlishús við Haðaland í Reykjavík en húsið var auglýst til sölu síðasta haust. 

Fagurkerar keyptu 192.200.000 kr. einbýli í Fossvogi

Heimili | 13. febrúar 2024

Einbýlishúsið við Haðaland 14 er staðsett við göngustíginn sem liggur …
Einbýlishúsið við Haðaland 14 er staðsett við göngustíginn sem liggur í gegnum Fossvoginn. Samsett mynd

Alma Ösp Arnórsdóttir og Snorri Freyr Fairweather eru þekkt smekkfólk sem hefur gert upp nokkur falleg hús sem hafa ratað í fjölmiðla. Nú hafa þau keypt nýtt hús sem þarfnast ástar og umhyggju. Um er að ræða einbýlishús við Haðaland í Reykjavík en húsið var auglýst til sölu síðasta haust. 

Alma Ösp Arnórsdóttir og Snorri Freyr Fairweather eru þekkt smekkfólk sem hefur gert upp nokkur falleg hús sem hafa ratað í fjölmiðla. Nú hafa þau keypt nýtt hús sem þarfnast ástar og umhyggju. Um er að ræða einbýlishús við Haðaland í Reykjavík en húsið var auglýst til sölu síðasta haust. 

Alma og Snorri festu kaup á húsinu, sem er 244 fm, 16. nóvember í fyrra og greiddu fyrir það 192.200.000 kr. Húsið er teiknað af Kjartani Sveinssyni og var reist 1970. Húsið stendur á fallegum stað í Fossvoginum, alveg við göngustíginn sem gengur í gegnum allt hverfið og niður í Nauthólsvík og upp í Breiðholt. 

Alma rekur hönnunarfyrirtækið Studio Volt sem sérhæfir sig í að fegra umhverfi fólks. Hjónin áttu áður annað hús við Haðaland sem selt var á dögunum fyrir 269.000.000 kr. 

Húsið við Haðaland er einstaklega glæsilegt og fallega hannað.
Húsið við Haðaland er einstaklega glæsilegt og fallega hannað. Samsett mynd

Smartland óskar Ölmu og Snorra til hamingju með nýja húsið! 

mbl.is