Eigendur my letra keyptu 155 milljóna raðhús í Garðabæ

Heimili | 23. mars 2024

Eigendur my letra keyptu 155 milljóna raðhús í Garðabæ

Arnþór Ingi Kristinsson og Sóley Þorsteinsdóttir, eigendur skartgripafyrirtækisins my letra, hafa fest kaup á fallegu ráðhúsi við Móaflöt í Garðabæ. Um er að ræða 179 fm raðhús sem byggt var 1967. 

Eigendur my letra keyptu 155 milljóna raðhús í Garðabæ

Heimili | 23. mars 2024

Sóley Þorsteinsdóttir og Arnþór Kristinsson.
Sóley Þorsteinsdóttir og Arnþór Kristinsson. mbl.is/Stella Andrea

Arnþór Ingi Kristinsson og Sóley Þorsteinsdóttir, eigendur skartgripafyrirtækisins my letra, hafa fest kaup á fallegu ráðhúsi við Móaflöt í Garðabæ. Um er að ræða 179 fm raðhús sem byggt var 1967. 

Arnþór Ingi Kristinsson og Sóley Þorsteinsdóttir, eigendur skartgripafyrirtækisins my letra, hafa fest kaup á fallegu ráðhúsi við Móaflöt í Garðabæ. Um er að ræða 179 fm raðhús sem byggt var 1967. 

Raðhúsið er við enda götu og á einni hæð. Í kringum húsið er stór garður og umhverfið hið fjölskylduvænsta. Í húsinu eru fjögur svefnherbergi, tvö baðherbergi, eldhús, þvottahús og opið alrými með stórri borðstofu, stofu og sjónvarpsrými. 

Húsið keyptu þau af Sverri Inga Ármannssyni og Eddu Láru Lúðvíksdóttur og greiddu 155.000.000 kr. fyrir húsið. Í framhaldinu keyptu Sverrir og Edda annað hús í hverfinu. 

Arnþór Ingi og Sóley eru mikið smekkfólk en þau áttu áður mikla lúxusíbúð við Löngulínu í Garðabæ sem var til umfjöllunar á Smartlandi á dögunum þegar íbúðin var auglýst til sölu. Dökkar innréttingar, fiskibeinaparket og smart húsgögn settu svip sinn á íbúðina sem seldist mjög hratt. 

Smartland óskar Arnþóri Inga og Sóley til hamingju með nýja húsið! 

mbl.is