Forsetabróðirinn selur 242 milljóna höll í Garðabæ

Heimili | 26. mars 2024

Forsetabróðirinn selur 242 milljóna höll í Garðabæ

Forsetabróðirinn og íþróttastjarnan, Patrekur Jóhannesson (bróðir Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands) og Rakel Anna Guðnadóttir hafa sett smekklegt einbýlishús sitt á sölu. Um er að ræða 278 fm einbýli sem stendur við Brekkugötu í Garðabæ. Húsið var reist 2021 og þannig séð nýtt af nálinni eins og sagt er. 

Forsetabróðirinn selur 242 milljóna höll í Garðabæ

Heimili | 26. mars 2024

Patrekur Jóhannesson.
Patrekur Jóhannesson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Forsetabróðirinn og íþróttastjarnan, Patrekur Jóhannesson (bróðir Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands) og Rakel Anna Guðnadóttir hafa sett smekklegt einbýlishús sitt á sölu. Um er að ræða 278 fm einbýli sem stendur við Brekkugötu í Garðabæ. Húsið var reist 2021 og þannig séð nýtt af nálinni eins og sagt er. 

Forsetabróðirinn og íþróttastjarnan, Patrekur Jóhannesson (bróðir Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands) og Rakel Anna Guðnadóttir hafa sett smekklegt einbýlishús sitt á sölu. Um er að ræða 278 fm einbýli sem stendur við Brekkugötu í Garðabæ. Húsið var reist 2021 og þannig séð nýtt af nálinni eins og sagt er. 

Í eldhúsinu eru vandaðar innréttingar sem voru sérsmíðaðar hjá Hyrnunni á Akureyri. Þar mætir hnota gráum sprautulökkuðum hurðum og kampavínslituðum marmara. Milli stofu og eldhúss er veggur úr sjónsteypu sem setur hlutina í annað samhengi. Hægt er að opna innréttinguna hressilega upp á gátt en bak við hurðirnar leynist bæði kaffistöð og bökunarstöð. Sem er eitt af því sem eldhúsglöðu fólki dreymir um. 

Í heild sinni er heimilið snoturt. Það er búið fallegum húsgögnum sem passa við innréttingarnar. 

Sjá nánar á fasteignavef mbl.is: Brekkugata 4

mbl.is