Georg Holm og Svanhvít seldu parhúsið á 155 milljónir

Heimili | 27. mars 2024

Georg Holm og Svanhvít seldu parhúsið á 155 milljónir

Georg Holm bassa­leik­ari í Sig­ur Rós og eig­in­kona hans, Svan­hvít Tryggva­dótt­ir fram­leiðandi, hafa selt parhús sitt við Hávallagötu í Reykjavík. Húsið er 212 fer­metr­ar og afar smekklega innréttað. Það var reist 1936 og er ein af þessum eftirsóttu húsum sem finnast í 101 Reykjavík.

Georg Holm og Svanhvít seldu parhúsið á 155 milljónir

Heimili | 27. mars 2024

Eldhúsið er sérlega sekmmtilegt.
Eldhúsið er sérlega sekmmtilegt. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is

Georg Holm bassa­leik­ari í Sig­ur Rós og eig­in­kona hans, Svan­hvít Tryggva­dótt­ir fram­leiðandi, hafa selt parhús sitt við Hávallagötu í Reykjavík. Húsið er 212 fer­metr­ar og afar smekklega innréttað. Það var reist 1936 og er ein af þessum eftirsóttu húsum sem finnast í 101 Reykjavík.

Georg Holm bassa­leik­ari í Sig­ur Rós og eig­in­kona hans, Svan­hvít Tryggva­dótt­ir fram­leiðandi, hafa selt parhús sitt við Hávallagötu í Reykjavík. Húsið er 212 fer­metr­ar og afar smekklega innréttað. Það var reist 1936 og er ein af þessum eftirsóttu húsum sem finnast í 101 Reykjavík.

Georg og Svanhvít settu húsið fyrst á sölu 2021 og var ásett verð þá 140.000.000 kr. Húsið seldist hinsvegar ekki þá. 

Svo var það sett aftur á sölu á dögunum og þá var verðmiðinn kominn í 158.000.000 kr. sem er í takt við verðbólgu sem ríkir í landinu. 

Auður Ástráðsdóttir og Arnaldur Grétarsson keyptu húsið af Georg og Svanhvíti og greiddu fyrir það 155.000.000 kr. Það er kannski ekki skrýtið að þau hafi fallið fyrir húsinu því það er sérlega sjarmerandi. Í eldhúsinu eru bláir efri skápar og neðriskápar úr við. Flísar í frönskum stíl prýða eldhúsvegginn en á gólfinu eru svarthvítar flísar. 

Smartland óskar Auði og Arnaldi til hamingju með parhúsið! 

Á veggnum eru vel hannaðar bókahillur sem setja svip á …
Á veggnum eru vel hannaðar bókahillur sem setja svip á borðstofuna. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Fyrir framan eldhúsið er sjónvarpsherbergi með brúnum leðursófa.
Fyrir framan eldhúsið er sjónvarpsherbergi með brúnum leðursófa. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
mbl.is