Útsýnisíbúð eftir Rut Kára leitar að nýjum eiganda

Heimili | 27. mars 2024

Útsýnisíbúð eftir Rut Kára leitar að nýjum eiganda

Rut Káradóttir innanhússarkitekt á heiðurinn af innanhússhönnun í penthouse-íbúð við Bæjarlind í Kópavogi. Íbúðin er 174,9 fm að stærð og var blokkin sjálf reist 2019. 

Útsýnisíbúð eftir Rut Kára leitar að nýjum eiganda

Heimili | 27. mars 2024

Innréttingin var sérsmíðuð hjá Smíðaþjónustunni og er úr grábæsaðri eik.
Innréttingin var sérsmíðuð hjá Smíðaþjónustunni og er úr grábæsaðri eik. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson

Rut Káradóttir innanhússarkitekt á heiðurinn af innanhússhönnun í penthouse-íbúð við Bæjarlind í Kópavogi. Íbúðin er 174,9 fm að stærð og var blokkin sjálf reist 2019. 

Rut Káradóttir innanhússarkitekt á heiðurinn af innanhússhönnun í penthouse-íbúð við Bæjarlind í Kópavogi. Íbúðin er 174,9 fm að stærð og var blokkin sjálf reist 2019. 

Hvergi var til sparað þegar íbúðin var hönnuð að innan en innanhússarkitektinn hannaði ekki bara eldhúsinnréttingu og baðherbergi heldur hillur sem eru eins og listaverk í stofunni, klæðningar á veggi og aðrar sniðugar lausnir sem gera íbúðina ennþá eigulegri. 

Innréttingarnar voru sérsmíðaðar af Smíðaþjónustunni og eru þær úr grábæsaðri eik. Gott skápapláss er í íbúðinni. Steinn er á borðplötunni í eldhúsinu og á eyjunni. Dempaðir litir prýða íbúðina og sagði Rut í viðtali við blaðamann árið 2022 að þetta væri svona Miðjarðarhafs-íbúð. 

„Mig langaði að hanna nú­tíma­lega en hlý­lega íbúð í ein­hvers kon­ar „Miðjarðar­hafs“-anda sem skilaði sér í efn­is­vali og stemn­ingu. Á yf­ir­borðinu kann íbúðin að virka lát­laus og „plain“ en þegar bet­ur er að gáð eru ýms­ir litl­ir hönn­un­arþætt­ir sem skapa stóru mynd­ina. Íbúðin hef­ur ljóst yf­ir­bragð, þar sem blandað er sam­an grófri „crustal“ áferð á veggj­um og gróf­um „Tra­vert­in“-flís­um á móti fín­leg­um ljós­um viðar­inn­rétt­ing­um og fal­leg­um ljós­um hör­glugga­tjöld­um. Þá er strigi notaður á nokkra veggi og ýms­ir fylgi­hlut­ir og plönt­ur til að klára heild­ar­mynd­ina,“ sagði Rut. 

Blöndunartækin í eldhúsinu eru frá Gessi og steinninn á borðunum …
Blöndunartækin í eldhúsinu eru frá Gessi og steinninn á borðunum er frá Fígaró. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Það er fallegt að horfa á kantana og sjá hvar …
Það er fallegt að horfa á kantana og sjá hvar steinninn endar og hvar viðurinn byrjar. Mikið lagt í að allt sé vandað og vel frágengið í íbúðinni. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson

Vildi alls ekki gula eik!

Það eru ljós­ir lit­ir á veggj­um og inn­rétt­ing­ar í ljós­ari kant­in­um? Hvaða við not­ar þú í inn­rétt­ing­ar?

„Ég var búin að vera til með þessa efn­is- og litap­all­ettu í koll­in­um í lang­an tíma og var orðin spennt að fá tæki­færi til að nota hana í verk­efni. Mig langaði í ljós­ar inn­rétt­ing­ar úr eik og vildi passa að hafa hana hlýja en alls ekki gula. Ég vann með frá­bæru inn­rétt­inga­fyr­ir­tæki í þessu verk­efni og þeir gerðu fyr­ir mig ótal pruf­ur áður en við urðum sátt við út­kom­una,“ seg­ir Rut en fyr­ir­tækið sem smíðaði all­ar inn­rétt­ing­ar í íbúðina heit­ir Smíðaþjón­ust­an. Borðplöt­urn­ar koma hins veg­ar frá Fígaró. Rut seg­ist hafa valið þenn­an stein á borðplöt­urn­ar til þess að það væri meira líf í hönn­un­inni.

„Ég vildi gæta þess að allt efn­is­valið væri ljóst og létt án þess að út­kom­an yrði of flöt. Borðplat­an sem varð fyr­ir val­inu fannst mér tóna frá­bær­lega við annað efn­is­val í íbúðinni,“ seg­ir Rut.

Sjá nánar á fasteignavef mbl.is: Bæjarlind 5

Loftið í stofunni er tekið örlítið niður til þess að …
Loftið í stofunni er tekið örlítið niður til þess að auka hljóðvist og lýsingu. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Horft úr eldhúsinu inn í stofu.
Horft úr eldhúsinu inn í stofu. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Stór ljós sófi prýðir stofuna og passar vel við innréttingar …
Stór ljós sófi prýðir stofuna og passar vel við innréttingar og gluggatjöld. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Rut segir að það ríki Miðjarðarhafs-stemning í íbúðinni.
Rut segir að það ríki Miðjarðarhafs-stemning í íbúðinni. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Hér er notalegt að sitja, njóta útsýnis þegar það er …
Hér er notalegt að sitja, njóta útsýnis þegar það er dregið frá, og fá sér te eða soðinn fisk. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Kringlótt eldhúsborð passar vel í eldhúskrókinn.
Kringlótt eldhúsborð passar vel í eldhúskrókinn. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Horft inn í stofu.
Horft inn í stofu. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Flísarnar á gólfinu voru keyptar í Ebson.
Flísarnar á gólfinu voru keyptar í Ebson. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Hér má sjá veggi sem málaðir eru með kalkmálningu.
Hér má sjá veggi sem málaðir eru með kalkmálningu. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Hér er marmari upp um alla veggi! Hann er frá …
Hér er marmari upp um alla veggi! Hann er frá Fígaró. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Takð eftir hvað speglarnir búa til mikla dýpt á þessum …
Takð eftir hvað speglarnir búa til mikla dýpt á þessum stað! Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Horft inn í viðarklætt rými sem er úr grábæsaðri eik …
Horft inn í viðarklætt rými sem er úr grábæsaðri eik eins og innréttingarnar. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Þvottavél og þurrkari eru vel falin bak við grábæsaðar eikarhurðar.
Þvottavél og þurrkari eru vel falin bak við grábæsaðar eikarhurðar. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Það er aldrei of mikið af fataskápum á heimilum.
Það er aldrei of mikið af fataskápum á heimilum. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Hjónaherbergið er vel búið.
Hjónaherbergið er vel búið. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Inn af herberginu er baðherbergi.
Inn af herberginu er baðherbergi. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Innréttingarnar á baðherberginu eru í sama stíl og innréttingar í …
Innréttingarnar á baðherberginu eru í sama stíl og innréttingar í eldhúsi. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Sjónvarpsskápur, bókahillur og skrauthillur í einni og sömu mublunni sem …
Sjónvarpsskápur, bókahillur og skrauthillur í einni og sömu mublunni sem hönnuð var af Rut Káradóttur. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Þegar fólk vill horfa á sjónvarpið þá eru hurðirnar einfaldlega …
Þegar fólk vill horfa á sjónvarpið þá eru hurðirnar einfaldlega færar til. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Stofan er hlýleg.
Stofan er hlýleg. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
mbl.is