221 milljónar úthverfahús Ásdísar, Brynhildar og Matthíasar

Heimili | 15. maí 2024

221 milljónar úthverfahús Ásdísar, Brynhildar og Matthíasar

Sannkallað fjölskylduhús við Furugerði 8 er komið á sölu. Húsið er í eigu Ásdísar Olsen núvitundarkennara, tengdasonar hennar, Matthíasar Tryggva Haraldssonar leikskálds og Bergþóru Sigurðardóttur. Ásett verð er 221 milljón. 

221 milljónar úthverfahús Ásdísar, Brynhildar og Matthíasar

Heimili | 15. maí 2024

Ásdís Olsen, Brynhildur Karlsdóttir og Matthías Tryggvi Haraldsson hafa búið …
Ásdís Olsen, Brynhildur Karlsdóttir og Matthías Tryggvi Haraldsson hafa búið undir einu þaki. Samsett mynd

Sannkallað fjölskylduhús við Furugerði 8 er komið á sölu. Húsið er í eigu Ásdísar Olsen núvitundarkennara, tengdasonar hennar, Matthíasar Tryggva Haraldssonar leikskálds og Bergþóru Sigurðardóttur. Ásett verð er 221 milljón. 

Sannkallað fjölskylduhús við Furugerði 8 er komið á sölu. Húsið er í eigu Ásdísar Olsen núvitundarkennara, tengdasonar hennar, Matthíasar Tryggva Haraldssonar leikskálds og Bergþóru Sigurðardóttur. Ásett verð er 221 milljón. 

Húsið eru tæpir 329 fermetrar og eru tvær stórar og bjartar íbúðir í húsinu. Húsið hentar því fullkomlega fyrir stórfjölskylduna. Að undanförnu hefur Ásdís búið í einni íbúð en dóttir hennar, tónlistarkonan Brynhildur Karlsdóttir, í annarri íbúð ásamt Matthías eiginmanni sínum og fjölskyldu sinni. 

Á efri hæðinni er búið að taka eldhúsið í gegn …
Á efri hæðinni er búið að taka eldhúsið í gegn á smekklegan hátt. Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is

Brynhildur hefur meðal annars sungið um hvernig það er að vera orðin ráðsett og flutt í úthverfi með hljómsveit sinni Kvikindi. Fjölskylduhúsið við Furugerði hefur vafalaust veitt henni innblástur þó svo að deila megi um það hvort póstnúmer 108 teljist vera úthverfi eða ekki.  

Af fasteignavef mbl.is: Furugerði 8

Húsið er rúmgott.
Húsið er rúmgott. Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is
Íbúðin á neðri hæðinni er björt og falleg.
Íbúðin á neðri hæðinni er björt og falleg. Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is
mbl.is