5 milljónir manna látast árlega af völdum reykinga

Um fimm milljónir manna látast af völdum reykinga á ári hverju og sú tala á eftir að hækka til muna takist ekki að draga úr reykingum í þróunarlöndunum, að því er kemur fram í nýrri rannsókn faraldsfræðinganna Majid Ezzati við Harvard School of Public Health og Alan Lopez við Háskólann í Queensland í Ástralíu.

Árið 2000 létust 4,83 milljónir manna fyrir aldur fram víðs vegar um heiminn af völdum reykinga. Þar af voru 2,41 milljónir manna í þróunarríkjunum og 2,42 milljónir manna í iðnvæddum ríkjum.

mbl.is