Fjölmörg lík fundin í skólanum í Beslan

mbl.is/KG

Fjölmörg lík einstaklinga sem vopnaður hópur hélt í gíslingu í skóla í Beslan í Norður-Ossetíu, eru inni í skólabyggingunni, að því er Interfax-fréttastofan greindi frá í dag og hefur eftir fréttaritara sínum á staðnum. Um 400 íbúar og fyrrum gíslar í barnaskólanum voru fluttir á sjúkrahús vegna sára sem þeir hlutu í morgun þegar bardagar brutust út milli rússneskra sérsveita og gíslatökumanna, að því er Interfax fréttastofan hefur greint frá. Hugsanlegt er að um 1.000 gíslar hafi verið í haldi ræningjanna.

Heimildamaður í heilbrigðisráðuneyti Norður-Ossetíu sagði að sumir hefðu verið fluttir á sjúkrahús í höfuðborg svæðisins, Vladikavkaz, en farið hefði verið með aðra á sjúkrahús í Beslan. 158 börn eru meðal þeirra sem farið var með á sjúkrahús. Áður hafði fréttaritari AFP á svæðinu skýrt frá því að lík 10 manna hið minnsta hefðu verið flutt út úr skólahúsinu á börum.

Maður sést hjálpa særðum dreng frá skólanum í dag, eftir …
Maður sést hjálpa særðum dreng frá skólanum í dag, eftir að bardagar brutust út við hann. AP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert