Rússneska þingið rannsakar gíslatöku í Beslan

Logandi kerti, kransar og syrgjandi fólk í leikfimisal barnaskólans í …
Logandi kerti, kransar og syrgjandi fólk í leikfimisal barnaskólans í Beslan. AP

Ákveðið var í dúmunni, neðri deild rússneska þingsins í dag, að þingið léti fara fram rannsókn á gíslatökunni sem átti sér stað í grunnskóla í Beslan í Norður-Ossetíu á dögunum. Boris Gryzlof, forseti dúmunnar, tilkynnti þetta í dag. Meira en 330 manns létust í blóðugum endi gíslatökunnar á þriðja degi hennar.

„Við höfum komist að þeirri niðurstöðu að bráðnauðsynlegt sé að setja á stofn nefnd sem veiti þinginu yfirsýn og fari fyrir rannsókn þingsins á málinu,“ sagði Gryzlof.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert