Bush kominn til Kaupmannahafnar

George W. Bush og Margrét Þórhildur Danadrottning í Fredensborgarhöll í …
George W. Bush og Margrét Þórhildur Danadrottning í Fredensborgarhöll í kvöld. AP

George Bush, forseti Bandaríkjanna, kom til Danmerkur nú fyrir stundu ásamt eiginkonu sinni Lauru Bush. Bush mun á morgun eiga fund með Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, þar sem þeir munu meðal annars ræða samskipti Bandaríkjanna og Evrópu. Bush heldur svo til Gleneagles í Skotlandi þar sem fundur G-8 ríkjanna, helstu iðnríkja heims, fer fram.

Flugvél Bandaríkjaforseta lenti á Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn klukkan 19:20 að íslenskum tíma þar sem Rasmussen og kona hans, Anne-Mette Rasmussen, tóku á móti bandarísku forsetahjónunum.

Mikil mótmæli hafa verið í Danmörku í dag vegna komu forsetans, en 200 mótmælendur gengu að bandaríska sendiráðinu í Kaupmannahöfn þar sem þeir brenndu bæði bandaríska og danska fánann. Danska ríkisstjórnin hefur stutt ríkisstjórn Bush og hefur meðal annars sent hermenn til aðstoðar Bandaríkjamönnum í Írak og Afganistan.

Bush er einungis annar forseti Bandaríkjanna til að heimsækja Danmörku, en Bill Clinton kom til landsins árið 1997.

Rasmussen tekur á móti Bush á Kastrup flugvelli nú á …
Rasmussen tekur á móti Bush á Kastrup flugvelli nú á áttunda tímanum. AP
Mótmælendur í Kaupmannahöfn í kvöld.
Mótmælendur í Kaupmannahöfn í kvöld. AP
Mótmælendur hrópa slagorð gegn Bush í Kaupmannahöfn í kvöld.
Mótmælendur hrópa slagorð gegn Bush í Kaupmannahöfn í kvöld. AP
Mótmælandi brennir bandaríska fánann í Kaupmannahöfn í dag.
Mótmælandi brennir bandaríska fánann í Kaupmannahöfn í dag. AP
mbl.is