Önnur samtök segjast hafa framið árásirnar í Lundúnum

Flak strætisvagns sem sprengdur var í Lundúnum á fimmtudag.
Flak strætisvagns sem sprengdur var í Lundúnum á fimmtudag. Reuters

Samtök tengd hryðjuverkasamtökunum al-Qaida birtu yfirlýsingu á netinu í morgun og sögðust bera ábyrgð á hryðjuverkaárásunum í Lundúnum á fimmtudagsmorguninn. Önnur samtök, sem kenna sig við al-Qaeda, hafa einnig lýst yfir ábyrgð á árásunum.

Samtökin Abu Hafs al Masri herdeildirnar birti yfirlýsingu í morgun á íslamskri netsíðu þar sem svipaðar yfirlýsingar hafa áður birst. Í yfirlýsingunni er Lundúnir sögð höfuðborg hinna vantrúuðu og er frekari árásum hótað.

Bæði samtökin, sem lýst hafa yfir ábyrgð á árásunum í Lundúnum sögðust einnig hafa staðið að sprengjuárásunum í Madríd í mars í fyrra þar sem 191 maður lét lífið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert