Einn maður handtekinn vegna kynferðisbrotamáls í Finnlandi

Einn karlmaður hefur verið handtekinn í finnska bænum Toijala grunaður um að hafa misþyrmt stúlkubörnum kynferðislega. Svo virðist sem málið sé mun umfangsminna en talið var í fyrstu.

Blaðið Hufvudstadsbladet hefur eftir lögreglu, að ekki séu fleiri grunaðir um slíkan verknað og ekki sé staðfest að fleiri en tvær stúlkur hafi verið beittar misþyrmingum. Upphaflega var talið, að hópur manna hefði beitt 10 stúlkur á aldrinum 12-15 ára kynferðislegu ofbeldi í tengslum við djöfladýrkun og fíkniefnaneyslu.

mbl.is