Íranar sýna fljúgandi herbát

Nýjasta stríðstæki Írana sem sýnt var í ríkissjónvarpi landsins er fljúgandi og sparneytinn herbátur. Írönsk stjórnvöld láta sérfræðingum litlar tæknilegar upplýsingar í té að jafnaði um stríðstól sín og er því erfitt að skera úr um hvort um raunverulegar tækniframfarir sé að ræða eða blekkingu. Þrýstingurinn eykst sífellt á stjórnvöld um að hætta við auðgun úrans, sem nota má í kjarnorkusprengjur, og vekja eldflaugar og önnur stríðtól Írana því eflaust mikla athygli um þessar mundir.

mbl.is