Fylgi jafnaðarmanna eykst í Danmörku

Anders Fogh Rasmussen á danska þinginu þann 3. október s.l.
Anders Fogh Rasmussen á danska þinginu þann 3. október s.l. Reuters
Fylgi jafnaðarmanna hefur aukist til muna í Danmörku samkvæmt nýrri könnun Gallup fyrirtækisins og er það mesta frá því Helle Thorning-Schmidt varð formaður flokksins. Jafnaðarmannaflokkurinn er nú orðinn sá flokkur sem mests fylgis nýtur í landinu, 29% þeirra sem afstöðu tóku í könnuninni styðja þann flokk.

Ríkisstjórn Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra heldur þó enn velli en flokkur hans Venstre er með 27,6% fylgi.

Talsmaður Venstre segir mestu máli skipta að meirihlutinn haldi enn í ríkisstjórn. Henrik Sass Larsen, talsmaður Jafnaðarmannaflokksins, segir ríkisstjórnina hins vegar á niðurleið. Fólk kjósi heldur velferð en ríkisstjórn sem lækki ekki skatta á landsmenn. Danska dagblaðið Berlingske Tidende segir frá þessu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH, NORWEGIAN, DANISH & SWEDISH f. foreigners - ÍSLENSKA f.útl - ENSKA - NORSKA, DANSKA, SÆNSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA, DANSKA, SÆNSKA I, II, III, IV, V, VI: Starting dates...
Barnakerra
Til sölu Emmaljunga barnakerra. (Kerruvagn) Vel með farinn. Tilboð óskast...Sím...
KERRUR _ KERRUR _ KERRUR
Þessar sterku Þýsku frá ANSSEMS & HULCO, til afgreiðslu strax, sjá myndir m.a. í...
NP ÞJÓNUSTA
NP Þjónusta Sé um liðveislu við bókhaldslausnir o.fl. Hafið samband í síma 831-8...