Segir Saddam verða tekinn af lífi í nótt

Saddam Hussein.
Saddam Hussein. AP

Háttsettur íraskur embættismaður segir, að Saddam Hussein, fyrrum forseti Íraks, verði tekinn af lífi fyrir klukkan 3 í nótt að íslenskum tíma. Sagði embættismaðurinn, sem vildi ekki láta nafns síns getið, að þetta hefði orðið að samkomulagi milli bandarískra og íraskra embættismanna. Munu Bandaríkjamenn framselja Saddam til Írakan skömmu áður en aftakan fer fram.

mbl.is

Bloggað um fréttina